Enski landsliðsmaðurinn braust inn í lið Frank Lampard á síðustu leiktíð og var fastamaður í liðinu áður en Lampard fékk stígvélið.
Abraham hefur ekki spilað mikið undir stjórn Thomas Tuchel, sem var ráðinn þjálfari Chelsea í síðasta mánuði, en Abraham hefur ekki áhuga á að ræða nýjan samning, samkvæmt The Athletic.
Tammy Abraham 'is NOT interested in discussing a new contract at Chelsea while they chase Erling Haaland' https://t.co/c0C2y5fdW9
— MailOnline Sport (@MailSport) February 24, 2021
Sögusagnir segja að Abraham, sem er á samningi til ársins 2023, hafi ekki áhuga á að ræða nýjan samning ætli Chelsea að reyna ná í hinn norska Erling Braut Håland.
Mino Raiola, umboðsmaður Håland, sagði á þriðjudaginn að fjögur ensk félög séu á höttunum eftir starfskröftum hins norska en allar líkur eru á að Chelsea sé eitt af þeim.
Chelsea eyddi 53 milljónum punda í Timo Werner í sumar en hann hefur ekki slegið í gegn; einungis skorað tvö mörk í 22 leikjum.