„Súrt í broti fyrir stuðningsmenn Liverpool sem eru búnir að bíða allan þennan tíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2021 10:31 Jürgen Klopp og Alisson Becker í síðustu skrúðgöngu Liverpool liðsins eftir sigur í Meistaradeildinni í júní 2019. Getty/ Paul Cooper Væntanleg sigurhátíð Liverpool fólks í sumar var til umræðu í nýjasta hlaðvarpsþætti Sportsins í dag en Liverpool missti í fyrra af möguleikanum til að halda upp á fyrsta enska meistaratitil sinn í þrjátíu ár. Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu þá staðreynd að þrátt fyrir ömurlegt tímabil þá vilji stuðningsmenn Liverpool fá sína skrúðgöngu í júní. „Við verðum að ræða eitt. Þegar Liverpool varð meistari síðasta sumar þá biðlaði Jürgen Klopp til stuðningsmannanna að bíða með fagnaðarlætin og halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. Nú var Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, að lýsa því yfir í gær að áhorfendur mættu byrja að mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíðan Liverpool á Twitter fór af stað og sagði að 21. júní næstkomandi þá verði sennilega búið að létta á öllu og þá verði haldin sigurhátíð,“ hóf Ríkharð Óskar Guðnason umræðuna. „Er það ekki helvíti skrýtið? Mögulega ekki með Meistaradeildarsæti í farteskinu fyrir næsta tímabil og svona. Núna er ég bara að spyrja,“ sagði Ríkharð. „Auðvitað er þetta skrýtið,“ sagði Kjartan Atli og Henry Birgir skaut inn í: „Jafnvel sérstakt,“ sagði Henry Birgir. „Án þess að maður finni til eitthvað með stuðningsmönnum einhverra liða ef þeir geta ekki fagnað þá eru miklu alvarlegri hlutir sem COVID hefur haft í för með sér. Þetta er súrt í broti fyrir stuðningsmenn Liverpool sem eru búnir að bíða allan þennan tíma. Þetta er sagt í fullri einlægni. Það er hundleiðinlegt að þeir hafi ekki getað fagnað þessu almennilega. Maður skilur alveg að menn vilji sletta úr klaufunum,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er tvíbent. Ef þeir ætla að fara með rútuna í skrúðgöngu ekki einu sinni með sæti í Meistaradeildinni þá er það pínu kjánalegt. Á móti kemur að fólk á það inni að hafa svolítið gaman,“ sagði Henry Birgir. „Hvar ætla þeir að fá Englandsmeistarabikarinn lánaðan því hann verður kominn aftur á Ethiad völlinn,“ spurði Ríkharð. „Þeir ætla að hringja í Hafliða Breiðfjörð og fá lánaðan bikarinn sem hann er með,“ sagði Henry Birgir hlæjandi. Það má heyra allt spjallið um væntanlega sigurhátíð Liverpool fólks í Sportinu í dag en þáttur gærdagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu þá staðreynd að þrátt fyrir ömurlegt tímabil þá vilji stuðningsmenn Liverpool fá sína skrúðgöngu í júní. „Við verðum að ræða eitt. Þegar Liverpool varð meistari síðasta sumar þá biðlaði Jürgen Klopp til stuðningsmannanna að bíða með fagnaðarlætin og halda upp á titilinn þegar það væri leyfilegt. Nú var Boris Johnsson, forsætisráðherra Breta, að lýsa því yfir í gær að áhorfendur mættu byrja að mæta aftur á völlinn um miðjan maí. Stuðningsmannasíðan Liverpool á Twitter fór af stað og sagði að 21. júní næstkomandi þá verði sennilega búið að létta á öllu og þá verði haldin sigurhátíð,“ hóf Ríkharð Óskar Guðnason umræðuna. „Er það ekki helvíti skrýtið? Mögulega ekki með Meistaradeildarsæti í farteskinu fyrir næsta tímabil og svona. Núna er ég bara að spyrja,“ sagði Ríkharð. „Auðvitað er þetta skrýtið,“ sagði Kjartan Atli og Henry Birgir skaut inn í: „Jafnvel sérstakt,“ sagði Henry Birgir. „Án þess að maður finni til eitthvað með stuðningsmönnum einhverra liða ef þeir geta ekki fagnað þá eru miklu alvarlegri hlutir sem COVID hefur haft í för með sér. Þetta er súrt í broti fyrir stuðningsmenn Liverpool sem eru búnir að bíða allan þennan tíma. Þetta er sagt í fullri einlægni. Það er hundleiðinlegt að þeir hafi ekki getað fagnað þessu almennilega. Maður skilur alveg að menn vilji sletta úr klaufunum,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er tvíbent. Ef þeir ætla að fara með rútuna í skrúðgöngu ekki einu sinni með sæti í Meistaradeildinni þá er það pínu kjánalegt. Á móti kemur að fólk á það inni að hafa svolítið gaman,“ sagði Henry Birgir. „Hvar ætla þeir að fá Englandsmeistarabikarinn lánaðan því hann verður kominn aftur á Ethiad völlinn,“ spurði Ríkharð. „Þeir ætla að hringja í Hafliða Breiðfjörð og fá lánaðan bikarinn sem hann er með,“ sagði Henry Birgir hlæjandi. Það má heyra allt spjallið um væntanlega sigurhátíð Liverpool fólks í Sportinu í dag en þáttur gærdagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Sjá meira