Blóðsonur Tryggva Rúnars fær engar bætur af því að hann var ættleiddur Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 17:57 Albert Klahn Skaftason, Sævar Marinó Ciesielski, Kristján Viðar Viðarsson (nú Júlíusson), Guðjón Skarphéðinsson, Erla Bolladóttir og Tryggvi Rúnar Leifsson. Árið 2019 sýknaði Hæstaréttur alla nema Erlu af ákærum um að hafa orðið þeim Guðmundi Einarssyni og Geirfinni Einarssyni að bana árið 1974 Sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, sem ættleiddur var tólf ára, fær ekki bætur frá íslenska ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu í gær en sonurinn hafði krafið ríkið um 85 milljónir króna. Dómur í málinu féll í gær en var birtur á vef dómstólanna nú síðdegis. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars, hefði krafist bóta á grundvelli laga um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Arnar Þór er fæddur árið 1973 og var á áttunda aldursári þegar faðir hans, sem hlaut 13 ára fangelsisdóm, var látinn laus árið 1981. Arnar Þór var svo ættleiddur árið 1985, þá tólf ára. Tryggvi Rúnar lést árið 2009 en eftirlifandi eiginkona hans og dóttir, sem hann ættleiddi, fengu samtals 171 milljón króna í bætur vegna málsins. Arnar Þór byggði kröfu sína gegn ríkinu á því að óumdeilt væri að hann sé sonur Tryggva Rúnars, auk þess sem konurnar tvær hefðu fengið bætur. Lögin nái ekki til ættleiddra barna Ríkið kvað skorta lagaheimild til greiðslu bótanna. Þá taldi ríkið að lögin, sem kveða á um heimild til bótagreiðslu vegna málsins, nái ekki til ættleiddra barna. Arnar Þór hefði ekki talist barn Tryggva Rúnars eftir ættleiðinguna. Ef vilji hefði staðið til að ættleiddum börnum yrðu greiddar bætur hefði það jafnframt verið tekið skýrt fram í lögunum - en svo er ekki. Forsætisráðherra væri þannig óheimilt að greiða Arnari Þór bætur. Héraðsdómur féllst á þessi rök ríkisins; hann taldi skýrt í lögunum að ekki ætti að greiða öðrum bætur en eftirlifandi maka og börnum. Ef svo væri hefði það verið tekið fram í lögunum. Ríkið var þannig sýknað af öllum kröfum Arnars Þórs og honum gert að greiða 500 þúsund krónur í málskostnað. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32 Ríkið hafnar kröfu Arnars Þórs Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu Arnars Þórs Vatnsdal, blóðsonar Tryggva Rúnars Leifssonar sem fór fram á miskabætur líkt og aðrir ættingjar þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum eftir sinn dag, fengu. 18. júní 2020 07:14 Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 12. júní 2020 07:26 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Dómur í málinu féll í gær en var birtur á vef dómstólanna nú síðdegis. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars, hefði krafist bóta á grundvelli laga um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknudóms Hæstaréttar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Arnar Þór er fæddur árið 1973 og var á áttunda aldursári þegar faðir hans, sem hlaut 13 ára fangelsisdóm, var látinn laus árið 1981. Arnar Þór var svo ættleiddur árið 1985, þá tólf ára. Tryggvi Rúnar lést árið 2009 en eftirlifandi eiginkona hans og dóttir, sem hann ættleiddi, fengu samtals 171 milljón króna í bætur vegna málsins. Arnar Þór byggði kröfu sína gegn ríkinu á því að óumdeilt væri að hann sé sonur Tryggva Rúnars, auk þess sem konurnar tvær hefðu fengið bætur. Lögin nái ekki til ættleiddra barna Ríkið kvað skorta lagaheimild til greiðslu bótanna. Þá taldi ríkið að lögin, sem kveða á um heimild til bótagreiðslu vegna málsins, nái ekki til ættleiddra barna. Arnar Þór hefði ekki talist barn Tryggva Rúnars eftir ættleiðinguna. Ef vilji hefði staðið til að ættleiddum börnum yrðu greiddar bætur hefði það jafnframt verið tekið skýrt fram í lögunum - en svo er ekki. Forsætisráðherra væri þannig óheimilt að greiða Arnari Þór bætur. Héraðsdómur féllst á þessi rök ríkisins; hann taldi skýrt í lögunum að ekki ætti að greiða öðrum bætur en eftirlifandi maka og börnum. Ef svo væri hefði það verið tekið fram í lögunum. Ríkið var þannig sýknað af öllum kröfum Arnars Þórs og honum gert að greiða 500 þúsund krónur í málskostnað.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Tengdar fréttir Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32 Ríkið hafnar kröfu Arnars Þórs Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu Arnars Þórs Vatnsdal, blóðsonar Tryggva Rúnars Leifssonar sem fór fram á miskabætur líkt og aðrir ættingjar þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum eftir sinn dag, fengu. 18. júní 2020 07:14 Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 12. júní 2020 07:26 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Fleiri fréttir Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Sjá meira
Ríkið sýknað af kröfum Kristjáns Viðars og dánarbús Tryggva Rúnars Íslenska ríkið var í dag sýknað af kröfum Kristjáns Viðars Júlíussonar og dánarbús Tryggva Rúnars Leifssonar. Kröfurnar tengjast Guðmundar- og Geirfinnsmálunum en Tryggvi og Kristján voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar árið 1980. 20. október 2020 21:32
Ríkið hafnar kröfu Arnars Þórs Íslenska ríkið hefur hafnað kröfu Arnars Þórs Vatnsdal, blóðsonar Tryggva Rúnars Leifssonar sem fór fram á miskabætur líkt og aðrir ættingjar þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum eftir sinn dag, fengu. 18. júní 2020 07:14
Vill 85 milljónir í bætur vegna frelsissviptingar föður síns Arnar Þór Vatnsdal, blóðsonur Tryggva Rúnars Leifssonar, hefur farið fram á 85 milljónir króna í miskabætur frá ríkinu vegna ólögmætrar frelsissviptingar föður síns. Kröfuna byggir hann á nýjum lögum um heimild forsætisráðherra til að greiða bætur vegna sýknu í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. 12. júní 2020 07:26