Jean-Philippe Mateta skoraði fyrsta mark leiksins er hann kom Palace yfir á 28. mínútu eftir undirbúning Jordan Ayew.
Þetta var fyrsta skot Palace á markið í leiknum en Mateta er tólfti leikmaðurinn sem skorar fyrir Palace á leiktíðinni.
12 - Jean-Philippe Mateta is the 12th different player to score a Premier League goal for Crystal Palace this season (excl. own-goals), with only Chelsea (15), Man City and West Ham (14 each) boasting more different scorers in the competition this campaign. Cheeky. #BHACRY pic.twitter.com/g085uGkcaw
— OptaJoe (@OptaJoe) February 22, 2021
Gestirnir frá London leiddu í hálfleik en Joel Veltman jafnaði metin á tíundu mínútu síðari hálfleiks.
Heimamenn sóttu og sóttu og áttu meðal annars 25 skot gegn tveimur skotum Palace, allt þangað til á 95. mínútu.
Þriðja skot Palace var frábær afgreiðsla Christian Benteke eftir fyrirgjöf Androws Townsend í stöng og inn. 2-1 sigur Palace sem fékk meðal annars ekkert horn í leiknum gegn þrettán hornum Brighton.
Brighton er í sextánda sætinu með 26 stig, fjórum stigum frá fallsæti, en Palace er í þrettánda sætinu með 32 stig.
Touches in the opp. box: 52-2
— Squawka Football (@Squawka) February 22, 2021
Shots in the box: 20-2
Goals: 1-2 pic.twitter.com/8fgbaKmqEC