Velti fyrir sér hvernig höfuðpaurarnir gátu leikið lausum hala Sylvía Hall skrifar 22. febrúar 2021 19:48 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir nauðsynlegt að tryggja að lögregla hafi þær heimildir sem þurfa til að upplýsa mál. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður, útilokar ekki að það vanti frumkvæði eða vilja hjá lögreglu til þess að hefja rannsókn þegar vísbendingar eru um ólöglega háttsemi. Löggjafinn þurfi þó að tryggja að lögregla hafi þær heimildir sem til þurfa. Árni Þór Sigmundsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýndi þá sem hafa farið fyrir fíkniefnarannsóknum hér á landi, en Vísir greindi frá því í dag að lögregla hefði í mörg ár sýnt ábendingum um tiltekinn einstakling lítinn áhuga, þrátt fyrir vísbendingar um gífurlegan auð án skýringa. „Um áratuga skeið hefur tiltekinn einstaklingur verið orðaður við ýmislegt, æði misjafnt og hann hefur auðgast gífurlega án þess að sýna skýranlega innkomu og það fyrir allra augum,“ segir Árni Þór. Vilhjálmur ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist hafa spurt sjálfan sig sömu spurninga á sínum tíma í lögreglunni. „Hvaðan koma peningarnir og hvernig geta höfuðpaurarnir oft leikið lausum hala og lifað svona hátt? Þarna er náttúrulega nærtækast að elta peningana – hvar er peningaþvættið og annað slíkt?“ Hann segir nauðsynlegt að lögreglan hafi þær heimildir sem þurfa í slíkum rannsóknum og bætir við að nú þegar sé hafin vinna við það að auka samstarf milli stofnana. Stórt skref hafi verið stigið með stofnun embættis héraðssaksóknara. „Svo liggur fyrir þinginu núna breyting um að Embætti skattrannsóknarstjóra gangi inn í Ríkisskattstjóra að hluta til og eitthvað frekar til lögreglunnar. Þá er kannski verið að stytta þessar boðleiðir og auka yfirsýn.“ „Þurfum að vera á tánum“ Aðspurður hvers vegna hann telji lögreglu ekki hafa sinnt frumkvæðisskyldu sinni segir Vilhjálmur ekki útiloka að það vanti viljann til að ganga inn í slík mál. Til að mynda hafi verið rætt um í tengslum við núverandi rannsókn á morðinu í Rauðagerði að það gæti vantað vissar heimildir. „Það eru líka fleiri á þessari skoðun eins og Árni Þór, enda var málið sent til héraðssaksóknara til rannsóknar út af þessu. Út frá því er þessi leki kominn, einhverjum þótti þetta óeðlilegt og því var gerð rannsókn á því innan lögreglunnar hvað hefði farið úrskeiðis. Hvort það væri einhver ástæða fyrir því að frumkvæðið væri ekki meira en þetta.“ Hann segir mikilvægt að vera á tánum í þessum málum, enda sé ákall frá samfélaginu að koma í veg fyrir hneykslismál á borð við það sem Árni vísar til. Sjálfur trúi hann því að Ísland sé á þeirri vegferð, en þó sé alltaf hægt að gera betur. „Ef það er eitthvað óeðlilegt innan lögreglunnar og einhverjir eru að fá einhverja sérstaka meðferð eiga að vera komnir skýrari ferlar til að fylgjast með því. Það er erfiðara ef þetta er eitthvað skipulagt innan lögreglunnar. Við þurfum að auka samstarfið með skattrannsóknum og fjármunabrotum og skipulagðri glæpastarfsemi hjá lögreglu svo það sé hægt að tengja þarna á milli.“ Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Morð í Rauðagerði Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Árni Þór Sigmundsson, fyrrverandi aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gagnrýndi þá sem hafa farið fyrir fíkniefnarannsóknum hér á landi, en Vísir greindi frá því í dag að lögregla hefði í mörg ár sýnt ábendingum um tiltekinn einstakling lítinn áhuga, þrátt fyrir vísbendingar um gífurlegan auð án skýringa. „Um áratuga skeið hefur tiltekinn einstaklingur verið orðaður við ýmislegt, æði misjafnt og hann hefur auðgast gífurlega án þess að sýna skýranlega innkomu og það fyrir allra augum,“ segir Árni Þór. Vilhjálmur ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist hafa spurt sjálfan sig sömu spurninga á sínum tíma í lögreglunni. „Hvaðan koma peningarnir og hvernig geta höfuðpaurarnir oft leikið lausum hala og lifað svona hátt? Þarna er náttúrulega nærtækast að elta peningana – hvar er peningaþvættið og annað slíkt?“ Hann segir nauðsynlegt að lögreglan hafi þær heimildir sem þurfa í slíkum rannsóknum og bætir við að nú þegar sé hafin vinna við það að auka samstarf milli stofnana. Stórt skref hafi verið stigið með stofnun embættis héraðssaksóknara. „Svo liggur fyrir þinginu núna breyting um að Embætti skattrannsóknarstjóra gangi inn í Ríkisskattstjóra að hluta til og eitthvað frekar til lögreglunnar. Þá er kannski verið að stytta þessar boðleiðir og auka yfirsýn.“ „Þurfum að vera á tánum“ Aðspurður hvers vegna hann telji lögreglu ekki hafa sinnt frumkvæðisskyldu sinni segir Vilhjálmur ekki útiloka að það vanti viljann til að ganga inn í slík mál. Til að mynda hafi verið rætt um í tengslum við núverandi rannsókn á morðinu í Rauðagerði að það gæti vantað vissar heimildir. „Það eru líka fleiri á þessari skoðun eins og Árni Þór, enda var málið sent til héraðssaksóknara til rannsóknar út af þessu. Út frá því er þessi leki kominn, einhverjum þótti þetta óeðlilegt og því var gerð rannsókn á því innan lögreglunnar hvað hefði farið úrskeiðis. Hvort það væri einhver ástæða fyrir því að frumkvæðið væri ekki meira en þetta.“ Hann segir mikilvægt að vera á tánum í þessum málum, enda sé ákall frá samfélaginu að koma í veg fyrir hneykslismál á borð við það sem Árni vísar til. Sjálfur trúi hann því að Ísland sé á þeirri vegferð, en þó sé alltaf hægt að gera betur. „Ef það er eitthvað óeðlilegt innan lögreglunnar og einhverjir eru að fá einhverja sérstaka meðferð eiga að vera komnir skýrari ferlar til að fylgjast með því. Það er erfiðara ef þetta er eitthvað skipulagt innan lögreglunnar. Við þurfum að auka samstarfið með skattrannsóknum og fjármunabrotum og skipulagðri glæpastarfsemi hjá lögreglu svo það sé hægt að tengja þarna á milli.“
Lögreglan Lögreglumál Reykjavík síðdegis Morð í Rauðagerði Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira