Brynjar telur spillingartal fráleitt ef Þorvaldur er einn til frásagnar Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2021 10:34 Brynjar telur afar hæpið að byggja niðurstöður um spillingu á Íslandi á því sem Þorvaldur Gylfason hefur um málið að segja. Brynjar Níelsson alþingismaður segir lítið mark á niðurstöðum Transparency International takandi ef samtökin vilja byggja sínar niðurstöður á ályktunum Þorvaldar Gylfasonar hagfræðings Þetta kemur fram í grein sem Brynjar birtir á Vísi nú fyrir stundu. Hann segist stuðningsmaður frjálsra félagasamtaka sem berjast fyrir göfugum markmiðum, til dæmis fyrir mannréttindum og gegn spillingu. En traust og trúverðugleiki séu forsenda þess að slík félagsamtök fái þrifist. „Þegar fulltrúar Gagnsæis komu fram og fluttu okkur með miklum þunga og sorg í hjarta að spilling á Íslandi sé að aukast á milli ára, án þess að munur milli áranna væri tölfræðilega martækur, vaknar grunur um að eitthvað annað sé að baki en fræði og hlutleysi,“ segir Brynjar. Í frétt Vísis frá því fyrr á þessu ári kemur fram að samkvæmt niðurstöðum Transparency International aukist spilling enn á Íslandi sem nú situr í 17. sæti á árlegum lista. Brynjar telur að ef þessi niðurstaða, sem hann segir fráleita, byggist á mati Þorvaldar Gylfasonar, þá sé ekki von á góðu. „Menn sem ólust upp í aftursæti ráðherrabifreiðar og fengið allt upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir nokkru og finnst að auki eðlilegt að klíkubræður og vinir ráði því hverjir verði ritstjórar hagfræðirits sem norrænu ríkin gefa út, eiga síst allra að mæla og meta spillingu hjá öðrum,“ segir Brynjar meðal annars. Þorvaldur og forysta Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsa hildi háð og vakti mikla athygli í fyrra þegar Bjarni Benediktsson lagðist eindregið gegn því að Þorvaldur yrði ráðinn til að ritstýra samnorræna efnahagsritinu Nordic Economic Policy Review. Bjarni, sem kallaður var sérstaklega fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna málsins, svaraði því meðal annars svo til að ekki væri hægt að sjá fyrir sér mann eins og Þorvald í því starfi. „Hann hefur látið ótrúleg ummæli falla um Sjálfstæðisflokkinn.“ Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Spillingin liggur víða Ég varð mjög hugsi þegar forsvarsmenn Gagnsæis, sem er Íslandsdeild Transparency International, tilkynntu með miklum þunga að spilling á Íslandi hefði aukist á milli ára eins og öll síðustu tíu ár samkvæmt mælingum á spillingarvísitölu þeirra. 22. febrúar 2021 10:03 Myndi þiggja afsökunarbeiðni frá Bjarna Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna. 16. júní 2020 13:51 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem Brynjar birtir á Vísi nú fyrir stundu. Hann segist stuðningsmaður frjálsra félagasamtaka sem berjast fyrir göfugum markmiðum, til dæmis fyrir mannréttindum og gegn spillingu. En traust og trúverðugleiki séu forsenda þess að slík félagsamtök fái þrifist. „Þegar fulltrúar Gagnsæis komu fram og fluttu okkur með miklum þunga og sorg í hjarta að spilling á Íslandi sé að aukast á milli ára, án þess að munur milli áranna væri tölfræðilega martækur, vaknar grunur um að eitthvað annað sé að baki en fræði og hlutleysi,“ segir Brynjar. Í frétt Vísis frá því fyrr á þessu ári kemur fram að samkvæmt niðurstöðum Transparency International aukist spilling enn á Íslandi sem nú situr í 17. sæti á árlegum lista. Brynjar telur að ef þessi niðurstaða, sem hann segir fráleita, byggist á mati Þorvaldar Gylfasonar, þá sé ekki von á góðu. „Menn sem ólust upp í aftursæti ráðherrabifreiðar og fengið allt upp í hendurnar án þess að þurfa að hafa fyrir nokkru og finnst að auki eðlilegt að klíkubræður og vinir ráði því hverjir verði ritstjórar hagfræðirits sem norrænu ríkin gefa út, eiga síst allra að mæla og meta spillingu hjá öðrum,“ segir Brynjar meðal annars. Þorvaldur og forysta Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsa hildi háð og vakti mikla athygli í fyrra þegar Bjarni Benediktsson lagðist eindregið gegn því að Þorvaldur yrði ráðinn til að ritstýra samnorræna efnahagsritinu Nordic Economic Policy Review. Bjarni, sem kallaður var sérstaklega fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd vegna málsins, svaraði því meðal annars svo til að ekki væri hægt að sjá fyrir sér mann eins og Þorvald í því starfi. „Hann hefur látið ótrúleg ummæli falla um Sjálfstæðisflokkinn.“
Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Spillingin liggur víða Ég varð mjög hugsi þegar forsvarsmenn Gagnsæis, sem er Íslandsdeild Transparency International, tilkynntu með miklum þunga að spilling á Íslandi hefði aukist á milli ára eins og öll síðustu tíu ár samkvæmt mælingum á spillingarvísitölu þeirra. 22. febrúar 2021 10:03 Myndi þiggja afsökunarbeiðni frá Bjarna Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna. 16. júní 2020 13:51 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Spillingin liggur víða Ég varð mjög hugsi þegar forsvarsmenn Gagnsæis, sem er Íslandsdeild Transparency International, tilkynntu með miklum þunga að spilling á Íslandi hefði aukist á milli ára eins og öll síðustu tíu ár samkvæmt mælingum á spillingarvísitölu þeirra. 22. febrúar 2021 10:03
Myndi þiggja afsökunarbeiðni frá Bjarna Fyrrverandi ritstjóri norræns fræðitímarits myndi þiggja afsökunarbeiðni frá fjármálaráðherra þar sem hann hafi sakað sig um vinahygli á fundi stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar í gær. Umfjöllun um mál Þorvaldar Gylfasonar hefur vakið athygli utan landsteinanna. 16. júní 2020 13:51