Enski boltinn

Man City með fleiri stig en Liver­pool, Totten­ham og Arsenal á árinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Manchester City eru að eiga ágætis ár.
Manchester City eru að eiga ágætis ár. EPA-EFE/Jon Super

Manchester City hefur vægast sagt verið á góðu skriði í ensku úrvalsdeildinni það sem af er ári. Sigur þeirra á Arsenal í gær var sá þrettándi í röð.

Hafa lærisveinar Pep Guardiola þar með náð í fleiri stig heldur en Liverpool, Arsenal og Tottenham Hotspur á árinu 2021. Alls hafa þau aðeins náð í 31 stig talsins.

Raunar nær árangur City út fyrir ensku úrvalsdeildina og árið 2021 en liðið hefur alls unnið 18 leiki í röð í öllum keppnum. Þá hefur liðið ekki tapað leik í þrjá mánuði eða síðan það tapaði 2-0 fyrir Tottenham þann 21. nóvember á síðasta ári. 

Í kjölfarið fylgdu tveir sigrar, tvö jafntefli og svo 13 sigrar í röð.

Segja má að City sé komið með aðra hendi á Englandsmeistaratitilinn en liðið er með tíu stiga forystu og fær varla á sig mark. Hefur liðið aðeins fengið á sig tvö mörk í þeim ellefu deildarleikjum sem það hefur leikið á árinu 2021.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.