Enski boltinn

Greal­ish frá í mánuð hið minnsta

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jack Grealish gæti misst af næstu fjórum leikjum Aston Villa vegna meiðsla.
Jack Grealish gæti misst af næstu fjórum leikjum Aston Villa vegna meiðsla. Julian Finney/Getty Images

Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa og einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, verður frá næsta mánuðinn eða svo vegna meiðsla.

Grealish var ekki í leikmannahóp Villa sem tapaði 2-1 fyrir Leicester City í dag. Var það í fyrsta skipti í 15 mánuði sem Grealish missir af leik með Villa vegna meiðsla. 

„Hann hefur átt erfitt uppdráttar í vikunni. Undir lok vikunnar ákváðum við að nota hann ekki í dag,“ sagði Dean Smith, þjálfari Aston Villa, fyrir leikinn í dag.

Ef hann verður frá næsta mánuðinn mun hann missa af leikjum villa gegn Leeds United, Sheffield United, Wolverhampton Wanderers, Newcastle United og Tottenham Hotspur.

Þá á enska landsliðið leiki í mars og ljóst að Grealish getur því ekki verið í næsta landsliðshópi Gareth Southgate.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.