Íslenski boltinn

Kórdrengir sóttu þrjú stig norður

Anton Ingi Leifsson skrifar
Davíð Smári er þjálfari Kórdrengja.
Davíð Smári er þjálfari Kórdrengja. vísir/Hulda Margrét

Kórdrengir gerðu góða ferð norður yfir heiðar og unnu 3-1 sigur á Þór í Boganum er liðin mættust í Lengjubikarnum.

Þórir Rafn Þórisson kom Kórdrengjum yfir og leiddu þeir 1-0 í hálfleik en Guðni Sigþórsson jafnaði metin í síðari hálfleik.

Markahrókurinn Albert Brynjar Ingason kom Þór í 2-1 og Loic Ondo gerði svo út um leikinn. Lokatölur 3-1.

Kórdrengir eru með þrjú stig eftir tvo leiki en þeir töpuðu naumlega gegn FH í fyrstu umferðinni.

Þórsarar eru hins vegar án stiga eftir fyrstu tvo leikina í A-deildinni. Þeir töpuðu 3-2 fyrir Fram í fyrstu umferðinni.

Markaskorar eru fengnir frá Fótbolti.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×