Tíu leik­menn WBA héldu út

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sam Allardyce gengur illa að losa WBA við falldrauginn, sama hvað hann öskrar mikið.
Sam Allardyce gengur illa að losa WBA við falldrauginn, sama hvað hann öskrar mikið. EPA-EFE/Nick Potts

Burnley og West Bromwich Albion gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Gestirnir léku manni færri í rúma klukkustund eftir að Semi Ajayi fékk beint rautt spjald eftir hálftíma leik. Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla.

Ajayi fékk beint rautt spjald frá Mike Dean, dómara leiksins, fyrir að brjóta á Matěj Vydra sem var að sleppa einn í gegn Sam Johnstone markverði WBA. Þrátt fyrir að vera manni fleiri og mikið mun meira með boltann tókst Burnley ekki að koma knettinum í netið og ef eitthvað er voru gestirnir líklegir til að skora.

Lokatölur 0-0 líkt og er liðin mættust í fyrri umferðinni.

Eftir jafntefli dagsins er Burnley með 28 stig í 15. sæti deildarinnar að loknum 25 leikjum en WBA er sem fyrr í 19. sæti með aðeins 14 stig – 11 stigum frá öruggu sæti - að loknum jafn mörgum leikjum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira