Erlent

List­haug sækist eftir að leiða Fram­fara­flokkinn

Atli Ísleifsson skrifar
Sylvi Listhaug var ráðherra innflytjendamála í ríkisstjórn Ernu Solberg á árunum 2015 til 2018.
Sylvi Listhaug var ráðherra innflytjendamála í ríkisstjórn Ernu Solberg á árunum 2015 til 2018. EPA

Sylvi Listhaug, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála Noregs, hefur sagst reiðubúin að taka við formennsku í Framfaraflokknum, treysti flokksmenn henni til þess. Siv Jensen tilkynnti um afsögn sína sem formaður í gær og að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í þingkosningum næsta haust.

Hin 43 ára Listhaug, sem er varaformaður Framfaraflokksins, var ráðherra innflytjendamála í ríkisstjórn Ernu Solberg á árunum 2015 til 2018 og vann að því að herða innflytjendalöggjöf landsins verulega. Hún sagði af sér eftir að hafa sakað Verkamannaflokkinn um að setja réttindi hryðjuverkamanna ofar þjóðaröryggi landsins.

Jensen, sem tók við formennsku í Framfaraflokknum af Carl I. Hagen árið 2006, sagðist í gær telja að Listhaug ætti taka við formennsku í flokknum.

Listhaug er þó ekki óumdeild og hafa í morgun ýmsir flokksmenn lýst yfir efasemdum um Listhaug sem næsta formann og telja ljóst að hún myndi seint sameina flokkinn.

Ketil Solvik-Olsen, fyrrverandi samgönguráðherra, hefur sagst bjóða sig fram til varaformennsku í flokknum. Hann segist þó ekki hafa hug á þingmennsku að svo stöddu.

Framfaraflokkurinn átti aðild að ríkisstjórn Solberg á árunum 2013 til 2020. Flokkurinn sagði skilið við ríkisstjórn Solberg í upphafi síðasta árs.

Ný forysta Framfaraflokksins verður kjörin á landsfundi í maí.


Tengdar fréttir

Jensen stígur til hliðar

Siv Jensen ætlar að hætta sem formaður norska Framfaraflokksins. Þetta sagði hún á blaðamannafundi í þinghúsinu rétt í þessu.

Jensen stígur til hliðar

Siv Jensen ætlar að hætta sem formaður norska Framfaraflokksins. Þetta sagði hún á blaðamannafundi í þinghúsinu rétt í þessu.

Norska stjórnin er sprungin

Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.