„Ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu“ Sindri Sverrisson skrifar 19. febrúar 2021 11:30 Geir Þorsteinsson var í áratug framkvæmdastjóri KSÍ og svo annan áratug formaður KSÍ. Hann er nú framkvæmdastjóri ÍA. vísir/Daníel „Ég sagði bara að ef fundurinn gengi gegn samþykktum samtakanna þá yrði ég ekki með í þessu lengur. Ég ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu,“ segir Geir Þorsteinsson sem yfirgaf aðalfund ÍTF í gær áður en Orri Hlöðversson var kjörinn nýr formaður. Geir er sannfærður um ólögmæti framboðs Orra og er ekki einn um það. ÍTF, eða Íslenskur toppfótbolti, eru hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna í fótbolta. Orri og Geir voru einir í framboði til formanns, Orri fyrir hönd Breiðabliks en Geir fyrir hönd ÍA. Fyrir var í stjórn ÍTF einn fulltrúi Breiðabliks, Helgi Aðalsteinsson, sem vék úr stjórn á fundinum í gær en að hámarki einn fulltrúi frá hverju aðildarfélagi má sitja í stjórn ÍTF. Helgi var í fyrra kosinn til tveggja ára í samræmi við ákvæði í samþykktum samtakanna. Því hefur verið deilt um lögmæti þess að Orri skyldi bjóða sig fram nú, en það gerði hann með þeim fyrirvara að Helgi myndi stíga til hliðar. Vegna þessa vantar nú einn mann í stjórn ÍTF en til stendur að bæta úr því á aukaaðalfundi. Eins skýrt og að ekki megi mæta til leiks með tólf leikmenn Kosið var um lögmæti framboðs Orra á fundinum í gær og ljóst að nokkur hópur félagsmanna, eða um þriðjungur, taldi framboðið ólögmætt. Alls munu 16 hafa greitt atkvæði með því að framboðið væri lögmætt, átta gegn því, en þrír setið hjá. „Þeir taka ábyrgð á þessu sem þetta gjörðu,“ segir Geir, sem eins og fyrr segir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni því hann hafði þá yfirgefið fundinn. Úr því að Geir hætti við framboð var Orri sjálfkjörinn. „Það mátti öllum vera ljóst að Breiðablik gat ekki boðið fram annan mann. Það sat maður frá Breiðabliki í stjórninni. Fyrir mér er þetta bara eins skýrt og að lið getur ekki mætt til leiks með 12 leikmenn inni á,“ segir Geir, og bætir við: „Stjórn ÍTF ákvað að kalla eftir minnisblaði lögfræðings og þar er alveg skýrt að framboð Orra væri ekki löglegt. Það var einnig skýrt í þessu minnisblaði, sem stjórnin kaus að senda félagsmönnum ekki, að félagsfundurinn ætti að vísa framboði Orra frá. Það var það eina sem félagsfundurinn gat gert, því annað gengi gegn samþykktum félagsins. Þess vegna var alveg ljóst að ef að félagsfundurinn gengi gegn þessum samþykktum þá myndi ég ekki taka þátt. Þá væri ég þátttakandi í broti á samþykktum félagsins, og það stóð aldrei til.“ Kveðst ekkert geta sagt um afleiðingarnar Aðspurður hvort að málið muni hafa einhverja eftirmála, hvort að ÍA verði hreinlega áfram aðili að ÍTF, segir Geir: „Ég get ekkert sagt um hvaða afleiðingar þetta hefur. Það á bara eftir að koma í ljós. Stjórnin er að mínu mati ólöglega skipuð, og það byggi ég á því sem lögfræðingur segir.“ Ekki náðist í Orra við vinnslu fréttarinnar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira
ÍTF, eða Íslenskur toppfótbolti, eru hagsmunasamtök félaganna í efstu tveimur deildum karla og kvenna í fótbolta. Orri og Geir voru einir í framboði til formanns, Orri fyrir hönd Breiðabliks en Geir fyrir hönd ÍA. Fyrir var í stjórn ÍTF einn fulltrúi Breiðabliks, Helgi Aðalsteinsson, sem vék úr stjórn á fundinum í gær en að hámarki einn fulltrúi frá hverju aðildarfélagi má sitja í stjórn ÍTF. Helgi var í fyrra kosinn til tveggja ára í samræmi við ákvæði í samþykktum samtakanna. Því hefur verið deilt um lögmæti þess að Orri skyldi bjóða sig fram nú, en það gerði hann með þeim fyrirvara að Helgi myndi stíga til hliðar. Vegna þessa vantar nú einn mann í stjórn ÍTF en til stendur að bæta úr því á aukaaðalfundi. Eins skýrt og að ekki megi mæta til leiks með tólf leikmenn Kosið var um lögmæti framboðs Orra á fundinum í gær og ljóst að nokkur hópur félagsmanna, eða um þriðjungur, taldi framboðið ólögmætt. Alls munu 16 hafa greitt atkvæði með því að framboðið væri lögmætt, átta gegn því, en þrír setið hjá. „Þeir taka ábyrgð á þessu sem þetta gjörðu,“ segir Geir, sem eins og fyrr segir tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni því hann hafði þá yfirgefið fundinn. Úr því að Geir hætti við framboð var Orri sjálfkjörinn. „Það mátti öllum vera ljóst að Breiðablik gat ekki boðið fram annan mann. Það sat maður frá Breiðabliki í stjórninni. Fyrir mér er þetta bara eins skýrt og að lið getur ekki mætt til leiks með 12 leikmenn inni á,“ segir Geir, og bætir við: „Stjórn ÍTF ákvað að kalla eftir minnisblaði lögfræðings og þar er alveg skýrt að framboð Orra væri ekki löglegt. Það var einnig skýrt í þessu minnisblaði, sem stjórnin kaus að senda félagsmönnum ekki, að félagsfundurinn ætti að vísa framboði Orra frá. Það var það eina sem félagsfundurinn gat gert, því annað gengi gegn samþykktum félagsins. Þess vegna var alveg ljóst að ef að félagsfundurinn gengi gegn þessum samþykktum þá myndi ég ekki taka þátt. Þá væri ég þátttakandi í broti á samþykktum félagsins, og það stóð aldrei til.“ Kveðst ekkert geta sagt um afleiðingarnar Aðspurður hvort að málið muni hafa einhverja eftirmála, hvort að ÍA verði hreinlega áfram aðili að ÍTF, segir Geir: „Ég get ekkert sagt um hvaða afleiðingar þetta hefur. Það á bara eftir að koma í ljós. Stjórnin er að mínu mati ólöglega skipuð, og það byggi ég á því sem lögfræðingur segir.“ Ekki náðist í Orra við vinnslu fréttarinnar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Lengjudeildin Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Sjá meira