Fleiri flugvélar lentu á Akureyri en á Keflavíkurflugvelli Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 21:01 Það hefur sjaldan verið eins tómlegt á Keflavíkurflugvelli þar sem farþegum hefur fækkað enn frekar undanfarnar vikur. Nú ráfa nokkrir tugir og kannski í mestu örfá hundruð farþega um flugstöðina á meðan það voru þúsundir og jafnvel upp í tugþúsundir manna á ferð á hverjum degi. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Isavia er heildarfjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll í þessum mánuði tæplega 6.200 manns. Það er um þrjú prósent af farþegafjöldanum á sama tíma fyrir ári þegar um 220 þúsund manns höfðu farið um völlinn. Breytingin hefur skiljanlega haft mikil áhrif á rekstraraðila í Leifsstöð en þar er aðeins einn veitingastaður opinn og nokkrar verslanir. Lítið hefur verið um komufarþega á Keflavíkurflugvelli síðustu daga. Stöð 2/Hafsteinn Komufarþegum hefur fækkað gríðarlega en til að mynda lenti ein flugvél á Keflavíkurflugvelli í dag en fjórar á Akureyrarflugvelli. Frá 11. til 17. febrúar komu um ellefu hundruð manns til landsins. Langfæstir komu á fimmtudeginum 11. febrúar eða 70 manns en flestir síðasta laugardag eða um 300 manns. Alls lentu flugvélar 27 sinnum á vellinum á tímabilinu en á Akureyrarflugvelli lentu flugvélar 31 sinni á sama tíma. Óljóst hvort hertar aðgerðir dragi enn frekar úr fjölda farþega Aðeins einn af átta veitingastöðum á Keflavíkurflugvelli er nú opinn en frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi í mars á síðasta ári hafa flestir veitingastaðir þar verið meira og minna lokaðir. Þá eru fimm af níu verslunum á vellinum opnar. Erfitt er að spá fyrir um hvort hertar aðgerðir á landamærum muni draga enn frekar úr fjölda farþega næstu vikur. Sóttvarnarlæknir sagði til að mynda á upplýsingafundi almannavarna í dag að þrátt fyrir hertar aðgerðir þá væru þær vægari en víða annars staðar. „Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,” sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Lokað í nærri heilt ár Optical Studio hefur rekið gleraugnaverslun í Leifsstöð í 22 ár en sú verslun hefur verið lokuð í að verða heilt ár. „Við lokuðum um miðjan mars og opnuðum í nokkra daga með haustinu en það er búið að vera lokað síðan,“ segir Kjartan Bragi Kristjánsson, eigandi Optical Studio. Hann segir að verslunin hafi orðið fyrir töluverðu tekjufalli og að segja hafi þurft starfsfólki en á móti komi að sala hafi aukist í verslunum Optical Studio á höfuðborgarsvæðinu. „Um 80 til 90 þúsund manns eru núna heima sem hefðu annars verið í útlöndum og það fólk hefur svo sannarlega komið til okkar, þannig að útlitið er ekki eins slæmt og það fyrst leit út. Við getum bara vel við unað miðað við aðstæður en við höfum misst alla erlenda ferðamenn.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Verslun Reykjanesbær Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir „Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. 18. febrúar 2021 12:17 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Isavia er heildarfjöldi farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll í þessum mánuði tæplega 6.200 manns. Það er um þrjú prósent af farþegafjöldanum á sama tíma fyrir ári þegar um 220 þúsund manns höfðu farið um völlinn. Breytingin hefur skiljanlega haft mikil áhrif á rekstraraðila í Leifsstöð en þar er aðeins einn veitingastaður opinn og nokkrar verslanir. Lítið hefur verið um komufarþega á Keflavíkurflugvelli síðustu daga. Stöð 2/Hafsteinn Komufarþegum hefur fækkað gríðarlega en til að mynda lenti ein flugvél á Keflavíkurflugvelli í dag en fjórar á Akureyrarflugvelli. Frá 11. til 17. febrúar komu um ellefu hundruð manns til landsins. Langfæstir komu á fimmtudeginum 11. febrúar eða 70 manns en flestir síðasta laugardag eða um 300 manns. Alls lentu flugvélar 27 sinnum á vellinum á tímabilinu en á Akureyrarflugvelli lentu flugvélar 31 sinni á sama tíma. Óljóst hvort hertar aðgerðir dragi enn frekar úr fjölda farþega Aðeins einn af átta veitingastöðum á Keflavíkurflugvelli er nú opinn en frá því að kórónuveirufaraldurinn hófst hér á landi í mars á síðasta ári hafa flestir veitingastaðir þar verið meira og minna lokaðir. Þá eru fimm af níu verslunum á vellinum opnar. Erfitt er að spá fyrir um hvort hertar aðgerðir á landamærum muni draga enn frekar úr fjölda farþega næstu vikur. Sóttvarnarlæknir sagði til að mynda á upplýsingafundi almannavarna í dag að þrátt fyrir hertar aðgerðir þá væru þær vægari en víða annars staðar. „Þannig að ekki er hægt að segja með sanni að Ísland sé með hörðustu aðgerðir á landamærum í Evrópu nema síður sé. Ef eitthvað er þá held ég að aðgerðir hér séu með þeim vægari í Evrópu,” sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Lokað í nærri heilt ár Optical Studio hefur rekið gleraugnaverslun í Leifsstöð í 22 ár en sú verslun hefur verið lokuð í að verða heilt ár. „Við lokuðum um miðjan mars og opnuðum í nokkra daga með haustinu en það er búið að vera lokað síðan,“ segir Kjartan Bragi Kristjánsson, eigandi Optical Studio. Hann segir að verslunin hafi orðið fyrir töluverðu tekjufalli og að segja hafi þurft starfsfólki en á móti komi að sala hafi aukist í verslunum Optical Studio á höfuðborgarsvæðinu. „Um 80 til 90 þúsund manns eru núna heima sem hefðu annars verið í útlöndum og það fólk hefur svo sannarlega komið til okkar, þannig að útlitið er ekki eins slæmt og það fyrst leit út. Við getum bara vel við unað miðað við aðstæður en við höfum misst alla erlenda ferðamenn.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Verslun Reykjanesbær Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir „Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. 18. febrúar 2021 12:17 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
„Erfitt að bregðast við því þegar fólk er með svo einbeittan brotavilja“ Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að aukið eftirlit með komufarþegum á Keflavíkurflugvelli hafi meðal leitt til þess að fjölmargir panti leigubíl niður í bæ í Keflavík þangað sem ættingjar sækja þá. 18. febrúar 2021 12:17