Tottenham vill að sjálfsögðu halda sínum besta leikmanni en gæti freistast til að selja hann ef eitthvað félag borgar 150 milljóna verðmiðann sem Daniel Levy, stjórnarformaður Spurs, hefur sett á enska landsliðsfyrirliðann.
Tottenham þarf að borga af lánum af nýja leikvanginum sem hefur verið tómur í að verða í ár og því gætu 150 milljónirnar sem félagið vill fá fyrir Kane komið sér vel.
Kane er með um tvö hundruð þúsund pund í vikulaun sem félög á borð við City og United geta hæglega toppað. Samningur Kanes við Tottenham rennur út 2024.
Ef eitthvað félag borgar 150 milljóna punda verðmiðann á Kane verður hann þriðji dýrasti leikmaður sögunnar á eftir Neymar og Kylian Mbappé.
Kane, sem er 27 ára, hefur skorað 21 mark fyrir Tottenham á tímabilinu. Liðinu hefur gengið illa að undanförnu og er í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.