Íslenski boltinn

Valur að semja við Johannes

Anton Ingi Leifsson skrifar
Johannes hér í gulri treyju Falkenbergs.
Johannes hér í gulri treyju Falkenbergs. Robin Aron/Getty

Valur er að semja við vinstri bakvörðurinn Johannes Björn Valll. Hann er 28 ára gamall Svíi sem hefur alla tíð leikið í heimalandinu.

Morgunblaðið hefur þetta eftir heimildum sínum en samningur Vall við Ljungskile rann út í síðasta mánuði.

Vall hefur verið  á mála hjá Falkenberg, Norrköping, Östers ásamt Ljungskile en hann á að baki 86 leiki í sænsku úrvalsdeildinni sem og 79 í B-deildinni.

Samkvæmt þeim upplýsingum sem Vísir hefur undir höndum getur Johannes einnig leikið sem vinstri vængmaður.

Valsmenn misstu vinstri bakvörð sinn frá síðustu leiktíð, Valgeir Ludnal Friðriksson, fyrir áramót en hann var seldur til Håcken í Svíþjóð.

Valur varð meistari á síðustu leiktíð eftir að mótið var blásið af í októbermánuði en þá var Hlíðarendaliðið með myndarlega forystu á toppnum.

Þeir hafa fengið Kristófer Jónsson, Arnór Smárason og Tryggva Hrafn Haraldsson frá því að mótinu lauk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×