Enski boltinn

Um­boðs­maður Bale: Spurðu Mourin­ho af hverju hann er ekki að spila

Anton Ingi Leifsson skrifar
Vandræðalegt „fæv“ Mourinho og Bale eftir leikinn gegn Man. City á dögunum.
Vandræðalegt „fæv“ Mourinho og Bale eftir leikinn gegn Man. City á dögunum. Tottenham Hotspur FC/Getty

Jonathan Barnett, umboðsmaður Gareth Bale, segist ekki vita af hverju umbjóðandi sinn spili ekki meira en raunin er hjá Tottenham. Bale hefur ekki slegið í gegn í endurkomunni.

Wales-verjinn hefur einungis byrjað tvo af þeim 22 ensku úrvalsdeildarleikjum sem liðið hefur spilað í deildinni eftir að hann kom til félagsins.

Barnett er ekki með svörin á reiðum höndum af hverju Bale sé ekki að spila og segir blaðamönnum að spyrja Mourinho. Hann segir umbjóðandi sinn þó eiga nóg af pening.

„Hann nálgast endalokin á ferlinum. En þú verður að spyrja Mourinho aff hverju,“ sagði Barnett í samtali við Financial Times Business of Football og hélt áfram.

„Þeir segja: „Hvað gerðist við hann?“ en hann hefur unnið fleiri titla en nokkur annar Breti fyrir utan England,“ sagði grjótharður Barnett.

„Hann stendur mjög vel fjárhagslega og á nægan pening út lífið. Hann lifir mjög góðu lífi svo það er það sem hefur gerst fyrir hann.“

Tottenham mætir Wolfsberger í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar annað kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.