Enski boltinn

Nýi Liver­pool maðurinn biður um þolin­mæði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kabak í upphitun Liverpool í Ungverjalandi í gær.
Kabak í upphitun Liverpool í Ungverjalandi í gær. Andrew Powell/Getty

Ozan Kabak, varnarmaður Liverpool, spilaði sinn fyrsta Meistaradeildarleik í gær er Liverpool vann 2-0 sigur á RB Leipzig á útivelli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Kabak lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni um helgina er liðið tapaði gegn Leicester en hann hélt sæti sínu í byrjunarliði Liverpool í gær.

„Þetta var sérstök stund fyrir mig, því við héldum hreinu í fyrsta sinn með mig í liðinu og þetta var minn fyrsti sigur í þessari treyju,“ sagði ánægður Tyrkinn í leikslok, sem er á láni frá Schalke 04.

„Ég er nýr leikmaður, er ungur og hér eru margar stjörnur. Ég þarfnast tíma til þess að venjast þess að vera hér og með tímanum verð ég betri,“ bætti hann í samtali við heimasíðu Liverpool.

Um leikinn í gær hafði hann þetta að segja: „Við spiluðum mjög vel og við gáfum allt. Við höfðum betur á miðsvæðinu og mér fannst við eiga sigurinn skilið, svo ég er glaður.“

„Leipzig er gott lið og er í öðru sæti í Þýskalandi en mér fannst við stýra leiknum vel.“

Eins og áður segir er Kabak á láni frá Schalke en Liverpool á forgangsrétti á því að kaupa hann í sumar.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×