Guardiola óttast afleiðingar landsleikjahlésins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2021 16:30 Pep Guardiola lenti í því fyrr í vetur að það komu upp smit innan Manchester City liðsins. Getty/Michael Steele Bestu knattspyrnumenn heims fara á flakk í næsta mánuði og þar á meðal íslensku landsliðsstrákarnir. Einn knattspyrnustjórinn í ensku úrvalsdeildinni er strax farinn að vara við afleiðingunum. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur áhyggjur af því að komandi landsleikjahlé gæti haft skelfilega afleiðingar fyrir sitt lið í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City hefur unnið sextán leiki í röð í öllum keppnum og komið með örugga forystu á toppi deildarinnar. Guardiola er farinn að hugsa fram í tímann og hefur sérstakar áhyggjur af því hvað gerist eftir landsleikjahléið sem er 22. til 31. mars næstkomandi. Guardiola talaði um áhættuna að landsliðsmenn sínir næli sér í kórónuveiruna á ferðinni um heiminn og þynni hópinn hans í framhaldinu. Pep Guardiola warns international break will lead to more Covid cases https://t.co/tEIfGHQ50k— The Guardian (@guardian) February 16, 2021 „Eina leiðin til að verja sig fyrir þessum vírus er að vera heima og fara ekki neitt, halda fjarlægð, snerta engan og ferðast ekki,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi. „Núna fer fólk að ferðast og leikmenn hitta sín landslið. Það er erfitt að stjórna slíkum aðstæðum og ég held að smit eigi eftir að aukast, því miður,“ sagði Guardiola. „Ég vildi helst getað spáð því að ekkert eigi eftir að gerast en við höfum reynsluna af því að áður hafi slíkt þegar gerst í tveggja eða þriggja vikna bylgjum. Svo ef þú tekur áhættu á því að smitast þá munu einhverjir smitast,“ sagði Guardiola. „Mér finnst að enska úrvalsdeildin eigi að hafa áhyggjur af þessu og í raun allar deildir,“ sagði Guardiola. Manchester City mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikurinn fer fram á Goodison Park. Sá leikur átti að fara fram í desember en varð frestað eftir að smit kom upp í liði Pep Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur áhyggjur af því að komandi landsleikjahlé gæti haft skelfilega afleiðingar fyrir sitt lið í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City hefur unnið sextán leiki í röð í öllum keppnum og komið með örugga forystu á toppi deildarinnar. Guardiola er farinn að hugsa fram í tímann og hefur sérstakar áhyggjur af því hvað gerist eftir landsleikjahléið sem er 22. til 31. mars næstkomandi. Guardiola talaði um áhættuna að landsliðsmenn sínir næli sér í kórónuveiruna á ferðinni um heiminn og þynni hópinn hans í framhaldinu. Pep Guardiola warns international break will lead to more Covid cases https://t.co/tEIfGHQ50k— The Guardian (@guardian) February 16, 2021 „Eina leiðin til að verja sig fyrir þessum vírus er að vera heima og fara ekki neitt, halda fjarlægð, snerta engan og ferðast ekki,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi. „Núna fer fólk að ferðast og leikmenn hitta sín landslið. Það er erfitt að stjórna slíkum aðstæðum og ég held að smit eigi eftir að aukast, því miður,“ sagði Guardiola. „Ég vildi helst getað spáð því að ekkert eigi eftir að gerast en við höfum reynsluna af því að áður hafi slíkt þegar gerst í tveggja eða þriggja vikna bylgjum. Svo ef þú tekur áhættu á því að smitast þá munu einhverjir smitast,“ sagði Guardiola. „Mér finnst að enska úrvalsdeildin eigi að hafa áhyggjur af þessu og í raun allar deildir,“ sagði Guardiola. Manchester City mætir Everton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en leikurinn fer fram á Goodison Park. Sá leikur átti að fara fram í desember en varð frestað eftir að smit kom upp í liði Pep Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Man. City - Brighton | Mávarnir garga á lið í leit að sigri Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Fulham - Chelsea | Nágrannaslagur í fyrsta leik undir nýjum stjóra „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sjá meira