Enski boltinn

Dómari ógnaði leikmanni Ipswich

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tilburðir Darrens Drysdale voru vægast sagt óvenjulegir fyrir dómara.
Tilburðir Darrens Drysdale voru vægast sagt óvenjulegir fyrir dómara.

Ótrúlegt atvik kom upp í markalausu jafntefli Ipswich Town og Northampton Town í ensku C-deildinni í gær.

Undir lok leiksins lenti dómaranum Darren Drysdale og Alan Judge, leikmanni Ipswich, saman eftir að sá síðarnefndi mótmælti því að hafa gerst sekur um leikaraskap. 

Mótmæli Judges fóru illa í Drysdale sem virtist nudda höfði sínu upp við höfuð Judges og var með ógnandi tilburði sem eru sjaldséðir hjá dómara. Lloyd James, samherji Judges, gekk svo á milli og skakkaði leikinn. Drysdale gaf Judge svo gult spjald.

Judge var einn fimm leikmanna sem Drysdale gaf gult spjald í leiknum á Portman Road í gær. Hann rak einnig Flynn Downs, leikmann Ipswich, út af í uppbótartíma.

Ipswich er í 11. sæti deildarinnar en Northampton í 21. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×