Erlent

Bólu­efni Jans­sen komið á borð evrópsku lyfja­stofnunarinnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa
Bóluefni Janssen er nú á borði sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu.
Bóluefni Janssen er nú á borði sérfræðinganefndar Lyfjastofnunar Evrópu. Getty/Niels Wenstedt

Lyfjastofnun Evrópu hefur borist umsókn um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni Janssen, sem er dótturfélag bandaríska lyfjaframleiðandans Johnson og Johnson.

Beiðni Janssen mun hljóta flýtimeðferð hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar. Niðurstaða nefndarinnar gæti legið fyrir um miðjan mars.

Forsenda þess að hægt sé að meta bóluefnið eins hratt og raun ber vitni er að nú þegar hefur töluvert magn gagna um lyfið verið metið í svokölluðu áfangamati.

Ísland hefur tryggt sér bóluefni frá Janssen fyrir 235 þúsund einstaklinga. Bóluefnið frá Jansen hefur þá sérstöðu að hver einstaklingur þar einungis eina sprautu - en ekki tvær - á að halda til að öðlast vernd gegn COVID-19.

Bóluefnið veitir börn gegn veirunni í 66 prósentum tilvika og segir Janssen að það hafi verndað þátttakendur í rannsóknum fyrir alvarlegum einkennum Covid-19 í 85 prósentum tilvika.


Tengdar fréttir

„Vekur miklar vonir um það að við náum hraðar hjarðó­næmi“

Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítalans, segir niðurstöður rannsókna á bóluefnum AstraZeneca og Janssen lofa góðu. Hann sé bjartsýnn á virkni þeirra og telur þau hafa sambærilega virkni og bóluefni Pfizer og Moderna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×