Fjórar tillögur um breytingar á efstu deild karla: Úrslitakeppni eða 33 leikir á lið? Sindri Sverrisson skrifar 16. febrúar 2021 12:31 Valsmenn voru krýndir Íslandsmeistarar í fyrra eftir aðeins 18 leiki, vegna kórónuveirufaraldursins. Árið 2022 gætu lið þurft að spila 33 leiki hvert áður en úrslitin á mótinu ráðast. vísir/vilhelm Verða 14 lið í efstu deild karla í fótbolta árið 2022? Eða jafnvel 10? Eða verða Íslandsmeistararnir á næsta ári ef til vill krýndir eftir sex liða úrslitakeppni? Hvorki fleiri né færri en fjórar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ um breytingar á efstu deild karla í fótbolta. Tillögurnar fela ýmist í sér fjölgun eða fækkun liða, fjölgun umferða eða að tekin verði upp úrslitakeppni. Ársþingið fer fram rafrænt laugardaginn 27. febrúar og þá verður ákvörðun tekin. Frá og með árinu 2008 hafa 12 lið spilað í efstu deild karla í fótbolta hér á landi. Spiluð hefur verið tvöföld umferð þannig að hvert lið hefur leikið 22 deildarleiki. Mikil umræða hefur verið um það síðustu misseri hvort breyta eigi þessu fyrirkomulagi með það að markmiði að efla íslenska knattspyrnu. Ísland hefur verið á niðurleið í Evrópu og misst eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum karla, vegna dapurs árangurs síðustu ár. Því geta aðeins þrjú karlalið tryggt sér sæti í Evrópukeppni á komandi leiktíð. Stjórn KSÍ: Deildinni skipt í tvennt fyrir þriðju umferð Tillögurnar fjórar um breytingar á efstu deild karla koma úr fjórum áttum. Stjórn KSÍ er með eina tillögu, Fram með aðra, Fylkir með þriðju og ÍA með þá fjórðu. Fylkismenn voru í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar þegar mótið var flautað af í fyrra. Sex efstu liðin fara í úrslitakeppni árið 2022 ef tillaga stjórnar KSÍ verður samþykkt, en sex neðstu liðin leika um að forðast fall.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í tillögu stjórnar KSÍ, sem byggir á vinnu sem hófst með skipun starfshóps í desember 2019, er ekki gert ráð fyrir fjölgun eða fækkun liða. Þar er hins vegar lagt til að tekin verði upp úrslitakeppni, eftir að hvert lið hefur leikið 22 leiki. Sex efstu liðin myndu þá leika einfalda umferð í úrslitakeppninni og efsta liðið svo krýnt Íslandmeistari. Sex neðstu liðin myndu sömuleiðis leika einfalda umferð. Liðin sem væru ofar fyrir úrslitakeppnina (í 1., 2. og 3. sæti, og í 7., 8. og 9. sæti, fengju þrjá heimaleiki en hin tvo). Fram: Fjórtán lið í efstu deild Framarar leggja til fjölgun liða í efstu deild karla úr 12 liðum í 14 lið sumarið 2022. Þannig myndi leikjum hvers liðs í deildinni fjölga úr 22 í 26. Í tillögunni felst að eitt lið myndi falla úr hverri deild í sumar (nema auðvitað úr neðstu deild) en þrjú lið færu upp úr hverri deild. „Þetta fyrirkomulag er fyrst og fremst hugsað til þess að fleiri ungir íslenskir leikmenn fái tækifæri til að spila í meistaraflokki og fái þannig meiri spiltíma,“ segja Framarar í greinargerð. Þeir segja að tilgangurinn með því að færri lið eigi á hættu að falla sé einnig að gefa félögum aukið svigrúm til endurskipulagningar á sínum rekstri, í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis. Fylkir: Tíu lið í efstu deild en 14 og umspil í næstefstu Fylkismenn leggja til að 10 lið verði í efstu deild karla og spiluð verði þreföld umferð, það er að segja að hvert lið spili 27 leiki. Fylkir leggur jafnframt til að 14 lið og umspil verði í 1. deild karla. Verði tillaga Fylkis að veruleika munu þrjú neðstu liðin falla úr Pepsi Max-deildinni í sumar og eitt lið koma upp úr Lengjudeildinni. Svo verður umspil á milli fjórða neðsta liðs Pepsi Max-deildarinnar og næstefsta liðs Lengjudeildarinnar. Víkingar urðu í 10. sæti á síðustu leiktíð. Liðið sem endar í 10. sæti í sumar fellur, ef tillaga Fylkis verður samþykkt.Foto: Hulda Margrét Óladóttir Árið 2022 væru þá 10 lið í efstu deild en 14 lið í þeirri næstefstu. Tvö lið myndu svo falla úr efstu deild. Efsta liðið í næstefstu deild færi beint upp en liðin í 2., 3., 4. og 5. sæti færu í umspil um eitt laust sæti. Með þessu vilja Fylkismenn meðal annars auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og auka möguleika á tekjuöflun. Þeir telja að með því að hafa ólíkt fyrirkomulag í deildunum, og koma inn umspili, sé hægt að gera 1. deild áhugaverðari. ÍA: Tólf lið og þreföld umferð í efstu deild Skagamenn leggja til að áfram verði sami liðafjöldi í öllum deildum en að leikin verði þreföld umferð í efstu deild karla. Liðin myndu þá fá 33 deildarleiki hvert. Knattspyrnufélag ÍA segir í sinni greinargerð að félagið styðji ekki tillögu starfshóps KSÍ um að skipta deildinni upp í tvennt að loknum tveimur umferðum, eins og stjórn KSÍ hefur nú lagt til í sinni tillögu. Sanngjarnara sé að allir spili við alla, þrefalda umferð. Þannig telur félagið að betur sé hægt að „koma í veg fyrir að gjáin milli liðanna sem oftast taka þátt í Evrópumótum og hinna verði enn stærri en þegar er raunin“. Tvo þriðju hluta atkvæða þarf Þar sem að um tillögur að lagabreytingum er að ræða þarf 2/3 hluta atkvæða til að tillaga sé samþykkt. Félög með lið í efstu deildum mega hafa fjóra fulltrúa á þinginu og þannig fjögur atkvæði, félög í næstefstu deildum þrjá, félög í 2. deild karla tvo fulltrúa, og önnur félög einn fulltrúa hvert. Tillaga stjórnar KSÍ Tillaga Fram Tillaga Fylkis Tillaga ÍA KSÍ Pepsi Max-deild karla Lengjudeildin Tengdar fréttir Vilja tugmilljóna þróunarsjóð KSÍ Knattspyrnufélag ÍA leggur til að svokölluðum þróunarsjóði verði komið á fót á vegum KSÍ, til að styðja við og efla afreksþjálfun í fótbolta hér á landi. 15. febrúar 2021 15:31 Enginn tekur slaginn við Guðna Frestur til þess að bjóða sig fram til stjórnar Knattspyrnusambands Íslands rann út um helgina. Útlit er fyrir að Guðni Bergsson verði sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára. 15. febrúar 2021 10:00 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Hvorki fleiri né færri en fjórar tillögur liggja fyrir ársþingi KSÍ um breytingar á efstu deild karla í fótbolta. Tillögurnar fela ýmist í sér fjölgun eða fækkun liða, fjölgun umferða eða að tekin verði upp úrslitakeppni. Ársþingið fer fram rafrænt laugardaginn 27. febrúar og þá verður ákvörðun tekin. Frá og með árinu 2008 hafa 12 lið spilað í efstu deild karla í fótbolta hér á landi. Spiluð hefur verið tvöföld umferð þannig að hvert lið hefur leikið 22 deildarleiki. Mikil umræða hefur verið um það síðustu misseri hvort breyta eigi þessu fyrirkomulagi með það að markmiði að efla íslenska knattspyrnu. Ísland hefur verið á niðurleið í Evrópu og misst eitt af fjórum sætum sínum í Evrópukeppnum karla, vegna dapurs árangurs síðustu ár. Því geta aðeins þrjú karlalið tryggt sér sæti í Evrópukeppni á komandi leiktíð. Stjórn KSÍ: Deildinni skipt í tvennt fyrir þriðju umferð Tillögurnar fjórar um breytingar á efstu deild karla koma úr fjórum áttum. Stjórn KSÍ er með eina tillögu, Fram með aðra, Fylkir með þriðju og ÍA með þá fjórðu. Fylkismenn voru í 6. sæti Pepsi Max-deildarinnar þegar mótið var flautað af í fyrra. Sex efstu liðin fara í úrslitakeppni árið 2022 ef tillaga stjórnar KSÍ verður samþykkt, en sex neðstu liðin leika um að forðast fall.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Í tillögu stjórnar KSÍ, sem byggir á vinnu sem hófst með skipun starfshóps í desember 2019, er ekki gert ráð fyrir fjölgun eða fækkun liða. Þar er hins vegar lagt til að tekin verði upp úrslitakeppni, eftir að hvert lið hefur leikið 22 leiki. Sex efstu liðin myndu þá leika einfalda umferð í úrslitakeppninni og efsta liðið svo krýnt Íslandmeistari. Sex neðstu liðin myndu sömuleiðis leika einfalda umferð. Liðin sem væru ofar fyrir úrslitakeppnina (í 1., 2. og 3. sæti, og í 7., 8. og 9. sæti, fengju þrjá heimaleiki en hin tvo). Fram: Fjórtán lið í efstu deild Framarar leggja til fjölgun liða í efstu deild karla úr 12 liðum í 14 lið sumarið 2022. Þannig myndi leikjum hvers liðs í deildinni fjölga úr 22 í 26. Í tillögunni felst að eitt lið myndi falla úr hverri deild í sumar (nema auðvitað úr neðstu deild) en þrjú lið færu upp úr hverri deild. „Þetta fyrirkomulag er fyrst og fremst hugsað til þess að fleiri ungir íslenskir leikmenn fái tækifæri til að spila í meistaraflokki og fái þannig meiri spiltíma,“ segja Framarar í greinargerð. Þeir segja að tilgangurinn með því að færri lið eigi á hættu að falla sé einnig að gefa félögum aukið svigrúm til endurskipulagningar á sínum rekstri, í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis. Fylkir: Tíu lið í efstu deild en 14 og umspil í næstefstu Fylkismenn leggja til að 10 lið verði í efstu deild karla og spiluð verði þreföld umferð, það er að segja að hvert lið spili 27 leiki. Fylkir leggur jafnframt til að 14 lið og umspil verði í 1. deild karla. Verði tillaga Fylkis að veruleika munu þrjú neðstu liðin falla úr Pepsi Max-deildinni í sumar og eitt lið koma upp úr Lengjudeildinni. Svo verður umspil á milli fjórða neðsta liðs Pepsi Max-deildarinnar og næstefsta liðs Lengjudeildarinnar. Víkingar urðu í 10. sæti á síðustu leiktíð. Liðið sem endar í 10. sæti í sumar fellur, ef tillaga Fylkis verður samþykkt.Foto: Hulda Margrét Óladóttir Árið 2022 væru þá 10 lið í efstu deild en 14 lið í þeirri næstefstu. Tvö lið myndu svo falla úr efstu deild. Efsta liðið í næstefstu deild færi beint upp en liðin í 2., 3., 4. og 5. sæti færu í umspil um eitt laust sæti. Með þessu vilja Fylkismenn meðal annars auka gæði og samkeppnishæfni íslenskrar knattspyrnu og auka möguleika á tekjuöflun. Þeir telja að með því að hafa ólíkt fyrirkomulag í deildunum, og koma inn umspili, sé hægt að gera 1. deild áhugaverðari. ÍA: Tólf lið og þreföld umferð í efstu deild Skagamenn leggja til að áfram verði sami liðafjöldi í öllum deildum en að leikin verði þreföld umferð í efstu deild karla. Liðin myndu þá fá 33 deildarleiki hvert. Knattspyrnufélag ÍA segir í sinni greinargerð að félagið styðji ekki tillögu starfshóps KSÍ um að skipta deildinni upp í tvennt að loknum tveimur umferðum, eins og stjórn KSÍ hefur nú lagt til í sinni tillögu. Sanngjarnara sé að allir spili við alla, þrefalda umferð. Þannig telur félagið að betur sé hægt að „koma í veg fyrir að gjáin milli liðanna sem oftast taka þátt í Evrópumótum og hinna verði enn stærri en þegar er raunin“. Tvo þriðju hluta atkvæða þarf Þar sem að um tillögur að lagabreytingum er að ræða þarf 2/3 hluta atkvæða til að tillaga sé samþykkt. Félög með lið í efstu deildum mega hafa fjóra fulltrúa á þinginu og þannig fjögur atkvæði, félög í næstefstu deildum þrjá, félög í 2. deild karla tvo fulltrúa, og önnur félög einn fulltrúa hvert. Tillaga stjórnar KSÍ Tillaga Fram Tillaga Fylkis Tillaga ÍA
KSÍ Pepsi Max-deild karla Lengjudeildin Tengdar fréttir Vilja tugmilljóna þróunarsjóð KSÍ Knattspyrnufélag ÍA leggur til að svokölluðum þróunarsjóði verði komið á fót á vegum KSÍ, til að styðja við og efla afreksþjálfun í fótbolta hér á landi. 15. febrúar 2021 15:31 Enginn tekur slaginn við Guðna Frestur til þess að bjóða sig fram til stjórnar Knattspyrnusambands Íslands rann út um helgina. Útlit er fyrir að Guðni Bergsson verði sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára. 15. febrúar 2021 10:00 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben Sport Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fleiri fréttir „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Sjá meira
Vilja tugmilljóna þróunarsjóð KSÍ Knattspyrnufélag ÍA leggur til að svokölluðum þróunarsjóði verði komið á fót á vegum KSÍ, til að styðja við og efla afreksþjálfun í fótbolta hér á landi. 15. febrúar 2021 15:31
Enginn tekur slaginn við Guðna Frestur til þess að bjóða sig fram til stjórnar Knattspyrnusambands Íslands rann út um helgina. Útlit er fyrir að Guðni Bergsson verði sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára. 15. febrúar 2021 10:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann