Hyggst svara forsíðufrétt Fréttablaðsins með stefnu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. febrúar 2021 09:11 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur frétt Fréttablaðsins í morgun ófrægingarherferð gegn sér. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hyggst stefna Fréttablaðinu vegna fréttar um meintan veiðiþjófnað sem birtist í blaðinu í morgun. Hann segir fréttaflutninginn „ófrægingarherferð“ gagnvart sér og telur tímasetningu birtingarinnar athyglisverða í ljósi væntanlegra formannskosninga hjá VR. Fréttablaðið greindi frá því í forsíðufrétt í morgun að lögð hefði verið fram kæra vegna veiðiþjófnaðar á landi Seðlabankans. Blaðið hafði jafnframt eftir heimildum sínum að Ragnar Þór hefði verið í hópi þeirra sem staðnir voru að ólöglegu netalögninni. Ragnar Þór neitaði þó í samtali við blaðið að hafa nokkuð með málið að gera. Svara væntanlega með stefnu Ragnar Þór ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði tímasetningu fréttarinnar athyglisverða. „Þetta er náttúrulega bara ófrægingarherferð sem Fréttablaðið virðist vera með í gangi gagnvart mér og kannski tímasetningin athyglisverð þar sem eru kosningar í vændum hjá VR, formannskosningar,“ sagði Ragnar Þór. Tvö eru í framboði; Ragnar Þór sem sækist eftir endurkjöri og Helga Guðrún Jónasdóttir. Ragnar kvaðst myndu funda með lögmönnum sínum vegna fréttarinnar upp úr klukkan níu í morgun. „Og við munum svara þessu væntanlega með stefnu,“ sagði hann. „Ekki svona skítlegt“ Þá sagðist Ragnar Þór hafa verið í heimsókn á umræddu landi. Hann hefði aldrei lagt þar net eða veitt. Aðkoma hans að málinu væri úr lausu lofti gripin. „Ég sendi á blaðamann Fréttablaðsins sem ber ábyrgð á fréttinni í gær símanúmerið hjá landeigandanum sem ég heimsótti og hann staðfesti við mig að hann bæri ábyrgð á þessu og Fréttablaðið ætti að hafa vitneskju um það. Þannig að þetta eru rakalausar dylgjur og árásir á mig,“ sagði Ragnar Þór. „Ég bjóst nú alveg við því að eitthvað svona myndi gerast í aðdraganda formannskjörsins þannig að við vorum svo sem við því búnir að eitthvað yrði reynt. En ekki svona skítlegt.“ Formannskjör í VR Fjölmiðlar Bítið Tengdar fréttir Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. 8. febrúar 2021 17:19 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í forsíðufrétt í morgun að lögð hefði verið fram kæra vegna veiðiþjófnaðar á landi Seðlabankans. Blaðið hafði jafnframt eftir heimildum sínum að Ragnar Þór hefði verið í hópi þeirra sem staðnir voru að ólöglegu netalögninni. Ragnar Þór neitaði þó í samtali við blaðið að hafa nokkuð með málið að gera. Svara væntanlega með stefnu Ragnar Þór ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði tímasetningu fréttarinnar athyglisverða. „Þetta er náttúrulega bara ófrægingarherferð sem Fréttablaðið virðist vera með í gangi gagnvart mér og kannski tímasetningin athyglisverð þar sem eru kosningar í vændum hjá VR, formannskosningar,“ sagði Ragnar Þór. Tvö eru í framboði; Ragnar Þór sem sækist eftir endurkjöri og Helga Guðrún Jónasdóttir. Ragnar kvaðst myndu funda með lögmönnum sínum vegna fréttarinnar upp úr klukkan níu í morgun. „Og við munum svara þessu væntanlega með stefnu,“ sagði hann. „Ekki svona skítlegt“ Þá sagðist Ragnar Þór hafa verið í heimsókn á umræddu landi. Hann hefði aldrei lagt þar net eða veitt. Aðkoma hans að málinu væri úr lausu lofti gripin. „Ég sendi á blaðamann Fréttablaðsins sem ber ábyrgð á fréttinni í gær símanúmerið hjá landeigandanum sem ég heimsótti og hann staðfesti við mig að hann bæri ábyrgð á þessu og Fréttablaðið ætti að hafa vitneskju um það. Þannig að þetta eru rakalausar dylgjur og árásir á mig,“ sagði Ragnar Þór. „Ég bjóst nú alveg við því að eitthvað svona myndi gerast í aðdraganda formannskjörsins þannig að við vorum svo sem við því búnir að eitthvað yrði reynt. En ekki svona skítlegt.“
Formannskjör í VR Fjölmiðlar Bítið Tengdar fréttir Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. 8. febrúar 2021 17:19 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Helga Guðrún býður sig fram gegn Ragnari Þór Helga Guðrún Jónasdóttir, stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur, býður sig fram til formanns stéttarfélagsins VR gegn sitjandi formanni, Ragnari Þór Ingólfssyni. Þetta tilkynnti Helga Guðrún nú síðdegis. 8. febrúar 2021 17:19