Fótbolti

Fyrirliðinn hlær að sögu­sögnunum um Robert­son og Alis­son

Anton Ingi Leifsson skrifar
Henderson léttur á því. Eins og hann hlær af fréttamönnum sem skrifa fréttirnar um vandræðin í búningsklefa Liverpool.
Henderson léttur á því. Eins og hann hlær af fréttamönnum sem skrifa fréttirnar um vandræðin í búningsklefa Liverpool. Andrew Powell/Getty

Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, sagði á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildina í kvöld að hann hafi hlegið af sögusögnunum sem hafa borist úr herbúðum Liverpool undanfarna daga.

Liverpool hefur verið í vandræðum í úrvalsdeildinni að undanförnu en liðið mætir RB Leipzig í Búdapest í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Nokkrar sögur hafa borist úr herbúðum Liverpool að undanförnu. Jurgen Klopp var sagður íhuga að yfirgefa félagið og Alisson og Andy Robertson áttu að hafa lent í slagsmálum.

„Ég þarf ekki einu sinni að tjá mig um hluti eins og þessa,“ sagði Henderson og hélt áfram:

„Það er einhver að sitja fyrir aftan lyklaborðið og skrifa slúður um stjórann og leikmennina. Ég þarf ekki að tjá mig um þetta.“

Henderson líkaði þó sögusagnirnar um slagsmál Alisson og Robertson og á æfingu.

„Þetta er ekki satt en mér líkaði dálítið við sögusagnirnar um Robbo og Ali þar sem þeir áttu að hafa lent í átökum. Það fékk okkur til að brosa en annars hugsa ég ekki mikið um þetta,“ sagði fyrirliðinn.

Leikur Leipzig og Liverpool er í beinni útsendingu klukkan 19.50 á Stöð 2 Sport í kvöld. Upphitun hefst klukkan 19.30.


Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×