Íslenski boltinn

Þór/KA skoraði fimm í Norðurlandsslagnum - Þróttur lagði KR

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þór/KA vann öruggan sigur í dag.
Þór/KA vann öruggan sigur í dag. vísir/bára

Tveir leikir fóru fram í A-deild Lengjubikarsins í kvennaflokki í fótbolta í dag þar sem þrjú lið úr Pepsi-Max deildinni voru í eldlínunni.

Þór/KA átti ekki í miklum vandræðum með nágranna sína í Tindastól þegar liðin mættust í Boganum á Akureyri í dag en Tindastóll er nýliði í Pepsi-Max deildinni.

Akureyrarliðið vann 5-2 sigur þar sem þær Hulda Ósk Jónsdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir, María Catharina Gros Ólafsdóttir og Margrét Árnadóttir skoruðu eitt mark hver fyrir Þór/KA auk þess sem eitt mark var sjálfsmark gestanna.  Murielle Tiernan og Jacqueline Achtsculd gerðu mörk Skagfirðinga.

Á sama tíma vann Þróttur 1-3 sigur á KR í Vesturbænum. Ásdís Atladóttir gerði tvö mörk fyrir Þrótt og Álfhildur Rósa Kjartansdóttir eitt en Tinna María Tryggvadóttir gerði mark KR sem mun leika í næstefstu deild næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×