Erlent

Gríðar­leg eyði­legging og yfir hundrað slasast vegna skjálftans

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Skjálftinn olli skriðum sem lokuðu vegum.
Skjálftinn olli skriðum sem lokuðu vegum. Hironori Asakawa/Kyodo News via AP

Á annað hundrað eru slösuð eftir að jarðskjálfti af stærðinni 7,3 reið yfir Japan. Skjálftinn átti upptök sín skammt undan austurströnd landsins og reið yfir klukkan 23 að staðartíma í gær eða um klukkan 14 síðdegis í gær.

Flest sem vitað er til að hafi slasast voru stödd í Fukishuma-héraði.

Forsætisráðherra Japans, Yoshihide Suga, segir að engar tilkynningar um dauðsföll vegna skjálftans hafi borist yfirvöldum en 120 manns hafa tilkynnt um meiðsli.

Í næsta mánuði eru tíu ár frá því að jarðskjálfti af stærðinni 9 reið yfir Japan og olli gríðarlegu tjóni og mannfalli. Yfir 20.000 manns létust en skjálftinn olli flóðbylgju og gríðarlegum skemmdum á kjarnorkuveri í Fukushima.

Skjálftinn í gær olli því að rafmagn fór af tæplega milljón heimilum í gær en því hefur nú verið komið aftur á. Þá urðu talsverðar samgöngutruflanir þar sem fresta þurfti lestarferðum á því svæði þar sem skjálftans gætti hvað mest, auk þess sem skjálftinn setti af stað aurskriður sem stífluðu vegi. Búddistahof í borginni Soma hrundi þá til grunna.

Hér að neðan má sjá myndefni frá Japan sem sýnir greinilega þá eyðileggingu sem skjálftinn hafði í för með sér.


Tengdar fréttir

Stór skjálfti undan strönd Japans

Skjálfti sem mældist 7,1 að stærð reið yfir austur af Japan um klukkan 14 í dag, eða klukkan rúmlega 23 að staðartíma.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×