Enski boltinn

Vill að gestaliðið skipti um föt á barnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Chris Wilder var léttur á blaðamannafundi fyrir leikinn annað kvöld.
Chris Wilder var léttur á blaðamannafundi fyrir leikinn annað kvöld. Alex Livesey/Getty

Chris Wilder, stjóri Sheffield United, er ekki hrifinn af búningsklefunum sem Sheffield liðið fær á útivöllum. Vegna kórónuveirufaraldursins mega liðin ekki hýsa gestaliðið í sínum venjulega búningsklefa.

Því hafi liðin þurft að leita á nýjar leiðir. Það er ansi misjafnt á milli valla hvernig þessu er háttað en til að mynda á Bramall Lame, heimavelli Sheffield, hefur gestaliðið það náðugt í 400 manna svítu á vellinum þar sem þeir geta haft það náðugt.

Hinn 53 ára Wilder sló á létta strengi á blaðamannafundi þar sem hann vill sjá Sheffield-liðið láta gestaliðið klæða sig á næsta bar, þar sem þeir hafa það ekki eins náðugt og í svítunni á vellinum.

„Gestaliðið hefur það of náðugt hérna. Við setjum þá í svítuna til að skipta. Það er bar þarna svo þeir geta bara fengið sér einn bjór,“ sagði Wilder léttur.

„Ef við höldum okkur uppi þá mun gestaliðið skipta um föt á næsta ári á Cricketers. Mér er alveg sama hvað enska úrvalsdeildin segir. Það er bar á horninu á Bramall Lane,“ en Wilder gaf í skyn að ekki væri huggulegt um að lýtast þar inni.

„Þetta er ekki einn af þessum klassísku vín börum, bara til að láta ykkur vita. Þetta er ekki sá besti. Jólaskrautið er enn uppi og hefur verið það í 25 ár. Ef þig vantar sokka, kjöt eða hvað sem er. Þá er þetta staðurinn.“

Sheffield mætir West Ham annað kvöld en þeir hafa unnið sjö af síðustu tíu leikjum sínum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.