„Super Mario“ verður forsætisráðherra og Luigi áfram utanríkisráðherra Atli Ísleifsson skrifar 13. febrúar 2021 08:50 Ríkisstjórn Mario Draghi verður sú 67. í röðinni á Ítalíu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Getty/Alessandro Di Meo Mario Draghi hefur þekkst boð um að taka að sér embætti forsætisráðherra Ítalíu og mun formlega taka við embættinu síðar í dag. Hinn 73 ára Draghi, sem gegndi embætti seðlabankastjóra Evrópu á árunum 2011 til 2019, hefur þegar tilkynnt um ráðherra í ríkisstjórn sinni eftir að hafa átt fund með forseta landsins. Draghi hlaut í seðlabankastjóratíð sinni viðurnefnið „Super Mario“ vegna aðgerða sinna á tímum fjármálakreppunnar í álfunni. Draghi tókst að tryggja sér stuðning nærri allra stærstu flokkanna á þinginu í kjölfar þess að stjórn Guiseppe Conte forsætisráðherra riðaði til falls í síðasta mánuði vegna deilna um hvernig skyldi verja fé úr neyðarsjóði Evrópusambandsins vegna kórónuveirunnar. Ítalía glímir nú við miklar efnahagsþrengingar vegna heimsfaraldursins, en alls hafa um 93 þúsund dauðsföll í landinu verið rakin til Covid-19. Er landið á sjötta sæti á lista yfir fjölda dauðsfalla af völdum veirunnar. Di Maio áfram utanríkisráðherra Eftir langar viðræður tókst Draghi að tryggja sér stuðning Fimm stjörnu hreyfingarinnar, en Luigi Di Maio úr þeim flokki mun áfram gegna embætti utanríkisráðherra landsins. Þá verður Giancarlo Giorgetti úr Bandalaginu, hægriöfgaflokki á þingi, nýr iðnaðarráðherra og Andrea Orlando úr Lýðræðisflokknum verður atvinnuvegaráðherra. Forsætisráðherrann Conte sagði af sér eftir að Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, dró flokk sinn, Italia Viva, úr samsteypustjórn Contes. Áður hafði Conte í fimmtán mánuði leitt samsteypustjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og hægriöfgaflokksins Bandalagsins. Sú stjórn sprakk þegar Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, dró flokkinn út úr stjórninni í tilraun til að ná fram nýjum kosningum. Það tókst hins vegar ekki eftir að Fimm stjörnu hreyfingin, Lýðræðisflokkurinn og fleiri flokkar ákváðu að snúa bökum saman og mynda nýja stjórn – aftur undir stjórn Contes. Ríkisstjórn Draghi verður sú 67. í röðinni á Ítalíu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Ítalía Tengdar fréttir Draghi verði beðinn um að mynda nýja stjórn Forseti Ítalíu mun í dag funda með fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi, þar sem búist er við að hann fari þess á leit við Draghi að hann myndi nýja ríkisstjórn í landinu. 3. febrúar 2021 09:35 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Hinn 73 ára Draghi, sem gegndi embætti seðlabankastjóra Evrópu á árunum 2011 til 2019, hefur þegar tilkynnt um ráðherra í ríkisstjórn sinni eftir að hafa átt fund með forseta landsins. Draghi hlaut í seðlabankastjóratíð sinni viðurnefnið „Super Mario“ vegna aðgerða sinna á tímum fjármálakreppunnar í álfunni. Draghi tókst að tryggja sér stuðning nærri allra stærstu flokkanna á þinginu í kjölfar þess að stjórn Guiseppe Conte forsætisráðherra riðaði til falls í síðasta mánuði vegna deilna um hvernig skyldi verja fé úr neyðarsjóði Evrópusambandsins vegna kórónuveirunnar. Ítalía glímir nú við miklar efnahagsþrengingar vegna heimsfaraldursins, en alls hafa um 93 þúsund dauðsföll í landinu verið rakin til Covid-19. Er landið á sjötta sæti á lista yfir fjölda dauðsfalla af völdum veirunnar. Di Maio áfram utanríkisráðherra Eftir langar viðræður tókst Draghi að tryggja sér stuðning Fimm stjörnu hreyfingarinnar, en Luigi Di Maio úr þeim flokki mun áfram gegna embætti utanríkisráðherra landsins. Þá verður Giancarlo Giorgetti úr Bandalaginu, hægriöfgaflokki á þingi, nýr iðnaðarráðherra og Andrea Orlando úr Lýðræðisflokknum verður atvinnuvegaráðherra. Forsætisráðherrann Conte sagði af sér eftir að Matteo Renzi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, dró flokk sinn, Italia Viva, úr samsteypustjórn Contes. Áður hafði Conte í fimmtán mánuði leitt samsteypustjórn Fimm stjörnu hreyfingarinnar og hægriöfgaflokksins Bandalagsins. Sú stjórn sprakk þegar Matteo Salvini, leiðtogi Bandalagsins, dró flokkinn út úr stjórninni í tilraun til að ná fram nýjum kosningum. Það tókst hins vegar ekki eftir að Fimm stjörnu hreyfingin, Lýðræðisflokkurinn og fleiri flokkar ákváðu að snúa bökum saman og mynda nýja stjórn – aftur undir stjórn Contes. Ríkisstjórn Draghi verður sú 67. í röðinni á Ítalíu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar.
Ítalía Tengdar fréttir Draghi verði beðinn um að mynda nýja stjórn Forseti Ítalíu mun í dag funda með fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi, þar sem búist er við að hann fari þess á leit við Draghi að hann myndi nýja ríkisstjórn í landinu. 3. febrúar 2021 09:35 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Draghi verði beðinn um að mynda nýja stjórn Forseti Ítalíu mun í dag funda með fyrrverandi seðlabankastjóra Evrópu, Mario Draghi, þar sem búist er við að hann fari þess á leit við Draghi að hann myndi nýja ríkisstjórn í landinu. 3. febrúar 2021 09:35