Lagerbäck vonast eftir bólusetningu svo hann geti hitt íslenska liðið Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2021 16:31 Lars Lagerbäck hlakkar til að hitta sína gömlu lærisveina en það gæti orðið bið á því. EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Lars Lagerbäck segir að vegna kórónuveirufaraldursins sé óvíst að hann geti hitt íslenska landsliðið í Þýskalandi í næsta mánuði og verið á svæðinu þegar það leikur sína fyrstu leiki í undankeppni HM í Katar. Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi landsliðsins, þó hann telji reyndar betur lýsandi að tala um sig sem aðstoðarþjálfara. Hann verður að minnsta kosti Arnari Þór Viðarssyni þjálfara innan handar, líkt og Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari, en gæti þurft að láta nægja að leggja sitt að mörkum í gegnum fjarfundabúnað í næsta mánuði. Svíinn, sem er 72 ára og býr í Svíþjóð, reiknar ekkert sérstaklega með því að hann fari til Þýskalands: „Ekki nema að ástandið í Svíþjóð breytist mikið og ég reikna ekki með því. Þar sem ég bý er þó talað um að við gætum vonandi fengið bólusetningu um miðjan mars. Ef að það gengur upp vonast ég til að taka þátt í fyrstu þremur leikjunum með hópnum,“ sagði Lagerbäck við Vísi í dag. Annars hitti hann síðar leikmennina sem hann stýrði með svo góðum árangri árin 2012-2016. Klippa: Lagerbäck gæti misst af fyrstu leikjunum Ísland byrjar undankeppni HM á leik við ferfalda heimsmeistara Þjóðverja í Duisburg 25. mars. Þremur dögum síðar mætir liðið Armeníu og svo Liechtenstein 31. mars. Fyrsti heimaleikur liðsins er gegn Rúmeníu 2. september. Sjötta liðið í riðlinum er svo Norður-Makedónía. Aðeins efsta lið riðilsins kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í fjögurra liða umspilsriðil. Hvernig metur Lagerbäck möguleikana á að komast á HM? „Það er auðvitað mjög erfitt. Ef við erum hreinskilin þá er Ísland ekki sigurstranglegast í riðlinum og það komast bara 13 lið frá Evrópu á HM. En ég tel Ísland ekki eiga síðri möguleika en hin liðin í riðlinum, fyrir utan Þýskaland, til að ná 2. sæti. Þá yrði þetta spurning um andstæðinga í umspilinu.“ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Lars snýr aftur til Íslands Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 11. febrúar 2021 16:47 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi landsliðsins, þó hann telji reyndar betur lýsandi að tala um sig sem aðstoðarþjálfara. Hann verður að minnsta kosti Arnari Þór Viðarssyni þjálfara innan handar, líkt og Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari, en gæti þurft að láta nægja að leggja sitt að mörkum í gegnum fjarfundabúnað í næsta mánuði. Svíinn, sem er 72 ára og býr í Svíþjóð, reiknar ekkert sérstaklega með því að hann fari til Þýskalands: „Ekki nema að ástandið í Svíþjóð breytist mikið og ég reikna ekki með því. Þar sem ég bý er þó talað um að við gætum vonandi fengið bólusetningu um miðjan mars. Ef að það gengur upp vonast ég til að taka þátt í fyrstu þremur leikjunum með hópnum,“ sagði Lagerbäck við Vísi í dag. Annars hitti hann síðar leikmennina sem hann stýrði með svo góðum árangri árin 2012-2016. Klippa: Lagerbäck gæti misst af fyrstu leikjunum Ísland byrjar undankeppni HM á leik við ferfalda heimsmeistara Þjóðverja í Duisburg 25. mars. Þremur dögum síðar mætir liðið Armeníu og svo Liechtenstein 31. mars. Fyrsti heimaleikur liðsins er gegn Rúmeníu 2. september. Sjötta liðið í riðlinum er svo Norður-Makedónía. Aðeins efsta lið riðilsins kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í fjögurra liða umspilsriðil. Hvernig metur Lagerbäck möguleikana á að komast á HM? „Það er auðvitað mjög erfitt. Ef við erum hreinskilin þá er Ísland ekki sigurstranglegast í riðlinum og það komast bara 13 lið frá Evrópu á HM. En ég tel Ísland ekki eiga síðri möguleika en hin liðin í riðlinum, fyrir utan Þýskaland, til að ná 2. sæti. Þá yrði þetta spurning um andstæðinga í umspilinu.“
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Lars snýr aftur til Íslands Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 11. febrúar 2021 16:47 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Lars snýr aftur til Íslands Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 11. febrúar 2021 16:47