Lagerbäck vonast eftir bólusetningu svo hann geti hitt íslenska liðið Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2021 16:31 Lars Lagerbäck hlakkar til að hitta sína gömlu lærisveina en það gæti orðið bið á því. EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Lars Lagerbäck segir að vegna kórónuveirufaraldursins sé óvíst að hann geti hitt íslenska landsliðið í Þýskalandi í næsta mánuði og verið á svæðinu þegar það leikur sína fyrstu leiki í undankeppni HM í Katar. Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi landsliðsins, þó hann telji reyndar betur lýsandi að tala um sig sem aðstoðarþjálfara. Hann verður að minnsta kosti Arnari Þór Viðarssyni þjálfara innan handar, líkt og Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari, en gæti þurft að láta nægja að leggja sitt að mörkum í gegnum fjarfundabúnað í næsta mánuði. Svíinn, sem er 72 ára og býr í Svíþjóð, reiknar ekkert sérstaklega með því að hann fari til Þýskalands: „Ekki nema að ástandið í Svíþjóð breytist mikið og ég reikna ekki með því. Þar sem ég bý er þó talað um að við gætum vonandi fengið bólusetningu um miðjan mars. Ef að það gengur upp vonast ég til að taka þátt í fyrstu þremur leikjunum með hópnum,“ sagði Lagerbäck við Vísi í dag. Annars hitti hann síðar leikmennina sem hann stýrði með svo góðum árangri árin 2012-2016. Klippa: Lagerbäck gæti misst af fyrstu leikjunum Ísland byrjar undankeppni HM á leik við ferfalda heimsmeistara Þjóðverja í Duisburg 25. mars. Þremur dögum síðar mætir liðið Armeníu og svo Liechtenstein 31. mars. Fyrsti heimaleikur liðsins er gegn Rúmeníu 2. september. Sjötta liðið í riðlinum er svo Norður-Makedónía. Aðeins efsta lið riðilsins kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í fjögurra liða umspilsriðil. Hvernig metur Lagerbäck möguleikana á að komast á HM? „Það er auðvitað mjög erfitt. Ef við erum hreinskilin þá er Ísland ekki sigurstranglegast í riðlinum og það komast bara 13 lið frá Evrópu á HM. En ég tel Ísland ekki eiga síðri möguleika en hin liðin í riðlinum, fyrir utan Þýskaland, til að ná 2. sæti. Þá yrði þetta spurning um andstæðinga í umspilinu.“ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Lars snýr aftur til Íslands Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 11. febrúar 2021 16:47 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi landsliðsins, þó hann telji reyndar betur lýsandi að tala um sig sem aðstoðarþjálfara. Hann verður að minnsta kosti Arnari Þór Viðarssyni þjálfara innan handar, líkt og Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari, en gæti þurft að láta nægja að leggja sitt að mörkum í gegnum fjarfundabúnað í næsta mánuði. Svíinn, sem er 72 ára og býr í Svíþjóð, reiknar ekkert sérstaklega með því að hann fari til Þýskalands: „Ekki nema að ástandið í Svíþjóð breytist mikið og ég reikna ekki með því. Þar sem ég bý er þó talað um að við gætum vonandi fengið bólusetningu um miðjan mars. Ef að það gengur upp vonast ég til að taka þátt í fyrstu þremur leikjunum með hópnum,“ sagði Lagerbäck við Vísi í dag. Annars hitti hann síðar leikmennina sem hann stýrði með svo góðum árangri árin 2012-2016. Klippa: Lagerbäck gæti misst af fyrstu leikjunum Ísland byrjar undankeppni HM á leik við ferfalda heimsmeistara Þjóðverja í Duisburg 25. mars. Þremur dögum síðar mætir liðið Armeníu og svo Liechtenstein 31. mars. Fyrsti heimaleikur liðsins er gegn Rúmeníu 2. september. Sjötta liðið í riðlinum er svo Norður-Makedónía. Aðeins efsta lið riðilsins kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í fjögurra liða umspilsriðil. Hvernig metur Lagerbäck möguleikana á að komast á HM? „Það er auðvitað mjög erfitt. Ef við erum hreinskilin þá er Ísland ekki sigurstranglegast í riðlinum og það komast bara 13 lið frá Evrópu á HM. En ég tel Ísland ekki eiga síðri möguleika en hin liðin í riðlinum, fyrir utan Þýskaland, til að ná 2. sæti. Þá yrði þetta spurning um andstæðinga í umspilinu.“
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Lars snýr aftur til Íslands Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 11. febrúar 2021 16:47 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
Lars snýr aftur til Íslands Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 11. febrúar 2021 16:47