Lagerbäck vonast eftir bólusetningu svo hann geti hitt íslenska liðið Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2021 16:31 Lars Lagerbäck hlakkar til að hitta sína gömlu lærisveina en það gæti orðið bið á því. EPA/GUILLAUME HORCAJUELO Lars Lagerbäck segir að vegna kórónuveirufaraldursins sé óvíst að hann geti hitt íslenska landsliðið í Þýskalandi í næsta mánuði og verið á svæðinu þegar það leikur sína fyrstu leiki í undankeppni HM í Katar. Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi landsliðsins, þó hann telji reyndar betur lýsandi að tala um sig sem aðstoðarþjálfara. Hann verður að minnsta kosti Arnari Þór Viðarssyni þjálfara innan handar, líkt og Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari, en gæti þurft að láta nægja að leggja sitt að mörkum í gegnum fjarfundabúnað í næsta mánuði. Svíinn, sem er 72 ára og býr í Svíþjóð, reiknar ekkert sérstaklega með því að hann fari til Þýskalands: „Ekki nema að ástandið í Svíþjóð breytist mikið og ég reikna ekki með því. Þar sem ég bý er þó talað um að við gætum vonandi fengið bólusetningu um miðjan mars. Ef að það gengur upp vonast ég til að taka þátt í fyrstu þremur leikjunum með hópnum,“ sagði Lagerbäck við Vísi í dag. Annars hitti hann síðar leikmennina sem hann stýrði með svo góðum árangri árin 2012-2016. Klippa: Lagerbäck gæti misst af fyrstu leikjunum Ísland byrjar undankeppni HM á leik við ferfalda heimsmeistara Þjóðverja í Duisburg 25. mars. Þremur dögum síðar mætir liðið Armeníu og svo Liechtenstein 31. mars. Fyrsti heimaleikur liðsins er gegn Rúmeníu 2. september. Sjötta liðið í riðlinum er svo Norður-Makedónía. Aðeins efsta lið riðilsins kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í fjögurra liða umspilsriðil. Hvernig metur Lagerbäck möguleikana á að komast á HM? „Það er auðvitað mjög erfitt. Ef við erum hreinskilin þá er Ísland ekki sigurstranglegast í riðlinum og það komast bara 13 lið frá Evrópu á HM. En ég tel Ísland ekki eiga síðri möguleika en hin liðin í riðlinum, fyrir utan Þýskaland, til að ná 2. sæti. Þá yrði þetta spurning um andstæðinga í umspilinu.“ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Lars snýr aftur til Íslands Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 11. febrúar 2021 16:47 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi landsliðsins, þó hann telji reyndar betur lýsandi að tala um sig sem aðstoðarþjálfara. Hann verður að minnsta kosti Arnari Þór Viðarssyni þjálfara innan handar, líkt og Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari, en gæti þurft að láta nægja að leggja sitt að mörkum í gegnum fjarfundabúnað í næsta mánuði. Svíinn, sem er 72 ára og býr í Svíþjóð, reiknar ekkert sérstaklega með því að hann fari til Þýskalands: „Ekki nema að ástandið í Svíþjóð breytist mikið og ég reikna ekki með því. Þar sem ég bý er þó talað um að við gætum vonandi fengið bólusetningu um miðjan mars. Ef að það gengur upp vonast ég til að taka þátt í fyrstu þremur leikjunum með hópnum,“ sagði Lagerbäck við Vísi í dag. Annars hitti hann síðar leikmennina sem hann stýrði með svo góðum árangri árin 2012-2016. Klippa: Lagerbäck gæti misst af fyrstu leikjunum Ísland byrjar undankeppni HM á leik við ferfalda heimsmeistara Þjóðverja í Duisburg 25. mars. Þremur dögum síðar mætir liðið Armeníu og svo Liechtenstein 31. mars. Fyrsti heimaleikur liðsins er gegn Rúmeníu 2. september. Sjötta liðið í riðlinum er svo Norður-Makedónía. Aðeins efsta lið riðilsins kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í fjögurra liða umspilsriðil. Hvernig metur Lagerbäck möguleikana á að komast á HM? „Það er auðvitað mjög erfitt. Ef við erum hreinskilin þá er Ísland ekki sigurstranglegast í riðlinum og það komast bara 13 lið frá Evrópu á HM. En ég tel Ísland ekki eiga síðri möguleika en hin liðin í riðlinum, fyrir utan Þýskaland, til að ná 2. sæti. Þá yrði þetta spurning um andstæðinga í umspilinu.“
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Lars snýr aftur til Íslands Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 11. febrúar 2021 16:47 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti John Cena hættur að glíma Sport Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Lars snýr aftur til Íslands Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn tæknilegur ráðgjafi íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 11. febrúar 2021 16:47