Erlent

BBC bannað í Kína

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Útsendingar BBC World News hafa verið bannaðar í Kína.
Útsendingar BBC World News hafa verið bannaðar í Kína. Getty/Vuk Valcic

Kínversk yfirvöld hafa bannað útsendingar frá breska ríkisútvarpinu, BBC World News. Breska ríkisútvarpið vill meina að það megi rekja til fréttaflutnings BBC um kórónuveiruna og ofsóknir kínverskra yfirvalda á Úígúrum, þjóðarbroti í norðvestanverðu Kína.

Breska ríkisútvarpið segist „vonsvikið“ vegna ákvarðarinnar.

Fyrir aðeins viku síðan felldi breska fjölmiðlaeftirlitsstofnunin Ofcom leyfi CGTN, kínverska ríkisútvarpsins á ensku, úr gildi. CGTN getur því ekki lengur sent út útsendingar sínar á Bretlandi. Ákvörðun Ofcom byggist á því að leyfi CGTN var ólöglega í eigu Star China Media.

Þá hefur CGTN einnig verið sakað um að hafa brotið reglur Ofcom í fyrra eftir að hafa sent út þvingaða játningu breska ríkisborgarans Peter Humphrey.

Fjölmiðlastofnun Kína sagði ákvörðun sína byggja á því að fréttaflutningur BBC hafi reynst ósannur og ósanngjarn, eins og segi til um í viðmiðum fjölmiðla um fréttaflutning. Ákvörðunin byggist ekki á því að fréttflutningurinn hafi komið niður á þjóðarhagsmunum Kína.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×