Bein útsending: Annar dagur réttarhaldanna gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2021 17:26 Jamie Raskin leiðir sækjendur fulltrúadeildarinnar. AP/Öldungadeild Bandaríkjaþings Annar dagur réttarhaldanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fer nú fram í öldungadeild Bandaríkjaþings. Réttarhöldin byrjuðu klukkan fimm að íslenskum tíma og munu bæði sækjendur og verjendur flytja opnunarræður sínar fram á kvöld. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Jamie Raskin leiðir sækjendur fulltrúadeildarinnar og byrjaði hann á ræðu þar sem hann fór yfir málflutning teymisins og taldi upp ástæður fyrir því að hann teldi öldungadeildarþingmenn verða að sakfella forsetann fyrrverandi. Fylgjast má með réttarhöldunum hér að neðan. Í gær fóru fram umræður um það hvort það færi gegn stjórnarsrká Bandaríkjanna að rétta yfir fyrrverandi forseta. Undir lok kvöldsins greiddu sex þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði með Demókrötum svo réttarhöldin gátu haldið áfram. Trump sjálfur er sagður hafa verið verulega ósáttur við frammistöðu verjenda sinna í gær. Sjá einnig: Trump sagður mjög ósáttur við frammistöðu verjenda sinna Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Sjá einnig: Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Raskin sagði í upphafsræðu sinni að málið snerist ekki um stjórnarskrárvarinn rétt Trumps til málfrelsis, eins og verjendur forsetans hafa haldið fram. Setti hann málið í samhengi við gamlan úrskurð Hæstaréttar Bandaríkjanna um málfrelsi og það að maður megi ekki kalla „eldur“ í fullum kvikmyndasal. Raskin: "This case is much worse than someone who falsely shouts fire in a crowded theater. It's more like like a case where the town fire chief, who's paid to put out fires, sends a mob not to yell fire in a crowded theater, but to actually set the theater on fire." pic.twitter.com/wj61BjDMaX— Aaron Rupar (@atrupar) February 10, 2021 Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01 Bein útsending: Réttarhöldin yfir Trump hafinn Réttarhöldin yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hófust í öldungadeild Bandaríkjaþings í kvöld. Þetta er í annað sinn sem réttað er yfir Trump fyrir meint embættisbrot. 9. febrúar 2021 18:27 Réttarhöldin yfir Donald Trump hefjast í dag Réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem ákærður er fyrir embættisbrot, hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. 9. febrúar 2021 06:47 Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja það fara gegn stjórnarskrá að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot, eftir að hann fer úr embætti. Þeir segja ákæru fulltrúadeildarinnar vera „pólitískt sjónarspil“ og saka Demókrata um að reyna að nota árásina á þinghúsið þann 6. janúar í pólitískum tilgangi. 8. febrúar 2021 18:09 Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Fulltrúadeildarþingmaðurinn Jamie Raskin leiðir sækjendur fulltrúadeildarinnar og byrjaði hann á ræðu þar sem hann fór yfir málflutning teymisins og taldi upp ástæður fyrir því að hann teldi öldungadeildarþingmenn verða að sakfella forsetann fyrrverandi. Fylgjast má með réttarhöldunum hér að neðan. Í gær fóru fram umræður um það hvort það færi gegn stjórnarsrká Bandaríkjanna að rétta yfir fyrrverandi forseta. Undir lok kvöldsins greiddu sex þingmenn Repúblikanaflokksins atkvæði með Demókrötum svo réttarhöldin gátu haldið áfram. Trump sjálfur er sagður hafa verið verulega ósáttur við frammistöðu verjenda sinna í gær. Sjá einnig: Trump sagður mjög ósáttur við frammistöðu verjenda sinna Trump var ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni þann 13. janúar, sjö dögum áður en hann lét af embætti. Hann er eini forseti Bandaríkjanna sem hefur verið ákærður fyrir embættisbrot tvisvar sinnum. Sjá einnig: Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr ákæran sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Raskin sagði í upphafsræðu sinni að málið snerist ekki um stjórnarskrárvarinn rétt Trumps til málfrelsis, eins og verjendur forsetans hafa haldið fram. Setti hann málið í samhengi við gamlan úrskurð Hæstaréttar Bandaríkjanna um málfrelsi og það að maður megi ekki kalla „eldur“ í fullum kvikmyndasal. Raskin: "This case is much worse than someone who falsely shouts fire in a crowded theater. It's more like like a case where the town fire chief, who's paid to put out fires, sends a mob not to yell fire in a crowded theater, but to actually set the theater on fire." pic.twitter.com/wj61BjDMaX— Aaron Rupar (@atrupar) February 10, 2021
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01 Bein útsending: Réttarhöldin yfir Trump hafinn Réttarhöldin yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hófust í öldungadeild Bandaríkjaþings í kvöld. Þetta er í annað sinn sem réttað er yfir Trump fyrir meint embættisbrot. 9. febrúar 2021 18:27 Réttarhöldin yfir Donald Trump hefjast í dag Réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem ákærður er fyrir embættisbrot, hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. 9. febrúar 2021 06:47 Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja það fara gegn stjórnarskrá að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot, eftir að hann fer úr embætti. Þeir segja ákæru fulltrúadeildarinnar vera „pólitískt sjónarspil“ og saka Demókrata um að reyna að nota árásina á þinghúsið þann 6. janúar í pólitískum tilgangi. 8. febrúar 2021 18:09 Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Réttarhöldin gegn Trump: Sex Repúblikanar greiddu atkvæði með Demókrötum Réttarhöldin gegn Donald Trump í öldungadeild Bandaríkjaþings fara ekki gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er niðurstaða meirihluta þingmanna deildarinnar eftir atkvæðagreiðslu sem fór að mestu eftir flokkslínum. 9. febrúar 2021 23:01
Bein útsending: Réttarhöldin yfir Trump hafinn Réttarhöldin yfir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hófust í öldungadeild Bandaríkjaþings í kvöld. Þetta er í annað sinn sem réttað er yfir Trump fyrir meint embættisbrot. 9. febrúar 2021 18:27
Réttarhöldin yfir Donald Trump hefjast í dag Réttarhöld yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem ákærður er fyrir embættisbrot, hefjast í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. 9. febrúar 2021 06:47
Saka Demókrata um pólitískt sjónarspil með ákærunni gegn Trump Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, segja það fara gegn stjórnarskrá að rétta yfir fyrrverandi forseta fyrir meint embættisbrot, eftir að hann fer úr embætti. Þeir segja ákæru fulltrúadeildarinnar vera „pólitískt sjónarspil“ og saka Demókrata um að reyna að nota árásina á þinghúsið þann 6. janúar í pólitískum tilgangi. 8. febrúar 2021 18:09
Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54