Erlent

Júlía Navalnía sögð hafa flúið land

Atli Ísleifsson skrifar
Júlía Navalnía og Alexei Navalní árið 2017.
Júlía Navalnía og Alexei Navalní árið 2017. Getty/Evgeny Feldman

Júlía Navalnía, eiginkona rússneska stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní, er sögð hafa flúið land og haldið til Þýskalands.

Frá þessu greinir rússneska fréttaveitan Interfax, en Navalnía er sögð hafa flogið frá Moskvu til Frankfurt.

Navalnía dvaldi í Þýskalandi um nokkurra mánaða skeið á meðan eiginmaður hennar jafnaði sig á sjúkrahúsi í Berlín eftir að eitrað hafi verið fyrir honum í ágúst síðastliðinn.

Hjónin sneru aftur til Rússlands fyrir fáeinum vikum en stíað í sundur við vegabréfaskoðun á flugvellinum í Moskvu þegar Navalní var handtekinn.

Navalní var á dögunum dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi eftir að hafa rofið skilorð. Hann hefur þó þegar verið eitt ár í stofufangelsi og verður því látinn sitja inni í tvö og hálft ár.

Navalní var handtekinn við komuna til Moskvu á dögunum og gefið að sök að hafa rofið skilorð vegna umdeilds dóms sem hann fékk fyrir fjárdrátt árið 2014.


Tengdar fréttir

Navalní aftur í dómsal

Alexei Navalní, sem var nýverið gert að verja tveimur árum og átta mánuðum í fanganýlendu mun sömuleiðis verja deginum í dag í dómsal vegna meintra meiðyrða. 

Fordæmir dóminn yfir Navalní

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra kveðst vonsvikinn með fangelsisdóm sem rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hlaut í dag. Navalní var dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir að hafa rofið skilorð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×