Bóluefnakapphlaup hefði gert út um Evrópusambandið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2021 13:48 Von der Leyen ávarpaði Evrópuþingið í dag. epa/Johanna Geron Yfirvöld í Evrópu voru sein til þess að samþykkja bóluefnin gegn Covid-19 og Evrópusambandið of bjartsýnt hvað varðaði getu lyfjafyrirtækjanna til að mæta framleiðslu- og afhendingarmarkmiðum. Þetta viðurkenndi Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á sérstökum fundi Evrópuþingsins vegna bólusetningaráætlunnar sambandsins í dag. Hún sagði ríki ESB ekki enn á þeim stað sem þau vildu vera en sagði að fyrirkomulagið um að standa saman að innkaupum á bóluefnunum hefði verið það eina rétta. Þetta er í fyrsta sinn sem von der Leyen tjáir sig opinberlega um þá gagnrýni sem framkvæmdastjórnin hefur sætt vegna seinagangs í bólusetningum innan sambandsins en í síðustu viku sagði hún við þýska miðilinn Süddeutsche Zeitung að „eitt ríki gæti keyrt eins og hraðbátur en Evrópusambandið væri meira í ætt við tankskip.“ Þeir stóru fengið allt en aðrir ekkert „Við vorum sein að gefa út leyfi. Við vorum of bjartsýn hvað varðar fjöldaframleiðsluna,“ sagði forsetinn þegar hún ávarpaði Evrópuþingið. „Og kannski of örugg um að það sem við pöntuðum yrði afhent á réttum tíma,“ bætti hún við. Hún sagði að þeirri spurningu væri enn ósvarað hvað hefði farið úrskeðis hjá lyfjafyrirtækjunum. Von der Leyen sagði það hins vegar hafa verið rétta ákvörðun að Evrópuríkin sameinuðu krafta sína. „Ég get ekki ímyndað mér að nokkur stór lönd hefðu hlaupið á lagið og aðrir staðið eftir tómhentir.“ Hún sagði að slíkt fyrirkomulag hefði ekki verið skynsamlegt efnahagslega og þá hefði það mögulega orðið banabein Evrópusamfélagsins. Löng yfirlega „nauðsynleg fjárfesting“ Þrátt fyrir að gangast við því að Lyfjastofnun Evrópu hefði tekið sinn tíma áður en hún samþykkti bóluefnin varði von der Leyen einnig ferlið og sagði umþóttunartímann „nauðsynlega fjárfestingu til að tryggja traust og öryggi“. Pfizer og AstraZeneca eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa frestað afhendingu lyfja til Evrópusambandsins vegna vandkvæða við framleiðslu og mikillar eftirspurnar. Á Evrópuþinginu skiptust menn í fylkingar þegar kom að viðbrögðum við ræðu forsetans. Einn sagði ESB „troða marvaða“ á meðan ríki á borð við Bretland, Bandaríkin og Ísrael hefðu tekið stór skref í átt að bólusetningu íbúa. Annar sagði ýmislegt hafa misfarist en að lykilákvarðanir sambandsins hefðu verið réttar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Lyf Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira
Þetta viðurkenndi Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á sérstökum fundi Evrópuþingsins vegna bólusetningaráætlunnar sambandsins í dag. Hún sagði ríki ESB ekki enn á þeim stað sem þau vildu vera en sagði að fyrirkomulagið um að standa saman að innkaupum á bóluefnunum hefði verið það eina rétta. Þetta er í fyrsta sinn sem von der Leyen tjáir sig opinberlega um þá gagnrýni sem framkvæmdastjórnin hefur sætt vegna seinagangs í bólusetningum innan sambandsins en í síðustu viku sagði hún við þýska miðilinn Süddeutsche Zeitung að „eitt ríki gæti keyrt eins og hraðbátur en Evrópusambandið væri meira í ætt við tankskip.“ Þeir stóru fengið allt en aðrir ekkert „Við vorum sein að gefa út leyfi. Við vorum of bjartsýn hvað varðar fjöldaframleiðsluna,“ sagði forsetinn þegar hún ávarpaði Evrópuþingið. „Og kannski of örugg um að það sem við pöntuðum yrði afhent á réttum tíma,“ bætti hún við. Hún sagði að þeirri spurningu væri enn ósvarað hvað hefði farið úrskeðis hjá lyfjafyrirtækjunum. Von der Leyen sagði það hins vegar hafa verið rétta ákvörðun að Evrópuríkin sameinuðu krafta sína. „Ég get ekki ímyndað mér að nokkur stór lönd hefðu hlaupið á lagið og aðrir staðið eftir tómhentir.“ Hún sagði að slíkt fyrirkomulag hefði ekki verið skynsamlegt efnahagslega og þá hefði það mögulega orðið banabein Evrópusamfélagsins. Löng yfirlega „nauðsynleg fjárfesting“ Þrátt fyrir að gangast við því að Lyfjastofnun Evrópu hefði tekið sinn tíma áður en hún samþykkti bóluefnin varði von der Leyen einnig ferlið og sagði umþóttunartímann „nauðsynlega fjárfestingu til að tryggja traust og öryggi“. Pfizer og AstraZeneca eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa frestað afhendingu lyfja til Evrópusambandsins vegna vandkvæða við framleiðslu og mikillar eftirspurnar. Á Evrópuþinginu skiptust menn í fylkingar þegar kom að viðbrögðum við ræðu forsetans. Einn sagði ESB „troða marvaða“ á meðan ríki á borð við Bretland, Bandaríkin og Ísrael hefðu tekið stór skref í átt að bólusetningu íbúa. Annar sagði ýmislegt hafa misfarist en að lykilákvarðanir sambandsins hefðu verið réttar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Lyf Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Sjá meira