Bóluefnakapphlaup hefði gert út um Evrópusambandið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2021 13:48 Von der Leyen ávarpaði Evrópuþingið í dag. epa/Johanna Geron Yfirvöld í Evrópu voru sein til þess að samþykkja bóluefnin gegn Covid-19 og Evrópusambandið of bjartsýnt hvað varðaði getu lyfjafyrirtækjanna til að mæta framleiðslu- og afhendingarmarkmiðum. Þetta viðurkenndi Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á sérstökum fundi Evrópuþingsins vegna bólusetningaráætlunnar sambandsins í dag. Hún sagði ríki ESB ekki enn á þeim stað sem þau vildu vera en sagði að fyrirkomulagið um að standa saman að innkaupum á bóluefnunum hefði verið það eina rétta. Þetta er í fyrsta sinn sem von der Leyen tjáir sig opinberlega um þá gagnrýni sem framkvæmdastjórnin hefur sætt vegna seinagangs í bólusetningum innan sambandsins en í síðustu viku sagði hún við þýska miðilinn Süddeutsche Zeitung að „eitt ríki gæti keyrt eins og hraðbátur en Evrópusambandið væri meira í ætt við tankskip.“ Þeir stóru fengið allt en aðrir ekkert „Við vorum sein að gefa út leyfi. Við vorum of bjartsýn hvað varðar fjöldaframleiðsluna,“ sagði forsetinn þegar hún ávarpaði Evrópuþingið. „Og kannski of örugg um að það sem við pöntuðum yrði afhent á réttum tíma,“ bætti hún við. Hún sagði að þeirri spurningu væri enn ósvarað hvað hefði farið úrskeðis hjá lyfjafyrirtækjunum. Von der Leyen sagði það hins vegar hafa verið rétta ákvörðun að Evrópuríkin sameinuðu krafta sína. „Ég get ekki ímyndað mér að nokkur stór lönd hefðu hlaupið á lagið og aðrir staðið eftir tómhentir.“ Hún sagði að slíkt fyrirkomulag hefði ekki verið skynsamlegt efnahagslega og þá hefði það mögulega orðið banabein Evrópusamfélagsins. Löng yfirlega „nauðsynleg fjárfesting“ Þrátt fyrir að gangast við því að Lyfjastofnun Evrópu hefði tekið sinn tíma áður en hún samþykkti bóluefnin varði von der Leyen einnig ferlið og sagði umþóttunartímann „nauðsynlega fjárfestingu til að tryggja traust og öryggi“. Pfizer og AstraZeneca eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa frestað afhendingu lyfja til Evrópusambandsins vegna vandkvæða við framleiðslu og mikillar eftirspurnar. Á Evrópuþinginu skiptust menn í fylkingar þegar kom að viðbrögðum við ræðu forsetans. Einn sagði ESB „troða marvaða“ á meðan ríki á borð við Bretland, Bandaríkin og Ísrael hefðu tekið stór skref í átt að bólusetningu íbúa. Annar sagði ýmislegt hafa misfarist en að lykilákvarðanir sambandsins hefðu verið réttar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Lyf Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Þetta viðurkenndi Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, á sérstökum fundi Evrópuþingsins vegna bólusetningaráætlunnar sambandsins í dag. Hún sagði ríki ESB ekki enn á þeim stað sem þau vildu vera en sagði að fyrirkomulagið um að standa saman að innkaupum á bóluefnunum hefði verið það eina rétta. Þetta er í fyrsta sinn sem von der Leyen tjáir sig opinberlega um þá gagnrýni sem framkvæmdastjórnin hefur sætt vegna seinagangs í bólusetningum innan sambandsins en í síðustu viku sagði hún við þýska miðilinn Süddeutsche Zeitung að „eitt ríki gæti keyrt eins og hraðbátur en Evrópusambandið væri meira í ætt við tankskip.“ Þeir stóru fengið allt en aðrir ekkert „Við vorum sein að gefa út leyfi. Við vorum of bjartsýn hvað varðar fjöldaframleiðsluna,“ sagði forsetinn þegar hún ávarpaði Evrópuþingið. „Og kannski of örugg um að það sem við pöntuðum yrði afhent á réttum tíma,“ bætti hún við. Hún sagði að þeirri spurningu væri enn ósvarað hvað hefði farið úrskeðis hjá lyfjafyrirtækjunum. Von der Leyen sagði það hins vegar hafa verið rétta ákvörðun að Evrópuríkin sameinuðu krafta sína. „Ég get ekki ímyndað mér að nokkur stór lönd hefðu hlaupið á lagið og aðrir staðið eftir tómhentir.“ Hún sagði að slíkt fyrirkomulag hefði ekki verið skynsamlegt efnahagslega og þá hefði það mögulega orðið banabein Evrópusamfélagsins. Löng yfirlega „nauðsynleg fjárfesting“ Þrátt fyrir að gangast við því að Lyfjastofnun Evrópu hefði tekið sinn tíma áður en hún samþykkti bóluefnin varði von der Leyen einnig ferlið og sagði umþóttunartímann „nauðsynlega fjárfestingu til að tryggja traust og öryggi“. Pfizer og AstraZeneca eru meðal þeirra fyrirtækja sem hafa frestað afhendingu lyfja til Evrópusambandsins vegna vandkvæða við framleiðslu og mikillar eftirspurnar. Á Evrópuþinginu skiptust menn í fylkingar þegar kom að viðbrögðum við ræðu forsetans. Einn sagði ESB „troða marvaða“ á meðan ríki á borð við Bretland, Bandaríkin og Ísrael hefðu tekið stór skref í átt að bólusetningu íbúa. Annar sagði ýmislegt hafa misfarist en að lykilákvarðanir sambandsins hefðu verið réttar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Lyf Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr starfi af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira