Klúður Se og Hør: „Hér er tvöfaldur morðingi í afmæli á Íslandi árið 2017“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. febrúar 2021 12:31 Fréttin á vef Se og Hør í dag þar sem mistökin eru viðurkennd. Skjáskot af vef Se og Hör Slúðurtímaritið Se og Hør gerði alvarleg mistök í umfjöllun sinni um morðið á Freyju Egilsdóttur Mogensen. Blaðið birti mynd af manni, óskýra þó, og fullyrti að um væri að ræða morðingja Freyju. Dóttir mannsins staðfestir við Lokalavisen í Árósum að maðurinn á myndinni sé faðir hennar, alls ekki Flemming Mogensen, barnsfaðir og morðingi Freyju. Lokalavisen segir í umfjöllun sinni að karlmaðurinn sé raunar ekkert líkur morðingjanum. Þá hafi heimildarmenn á Íslandi og fjölskyldumeðlimir mannsins, sem myndin var birt af, staðfest þetta. „Þetta er ekki gott. Þetta er faðir minn,“ segir dóttir mannsins við Lokalavisen. Fjölskyldan, sem er í áfalli vegna morðsins á Freyju, vill ekki tjá sig frekar um málið sem stendur. Dísa María Egilsdóttir, systir Freyju, segir að fjölskyldan muni leita réttar síns með lögfræðingum. Það hefur Vísir sömuleiðis fengið staðfest. Undir frétt Se og Hør, þar sem sjá mátti manninn einan á útipalli með gasgrill í bakgrunni stóð: „Hér er tvöfaldur morðingi í afmæli á Íslandi árið 2017“. Sagðist hafa ferðast með fjölskyldunni til Íslands Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar barst á dögunum tölvupóstur frá karlmanni sem sagðist vera vel kunnugur fjölskyldu Freyju. Hann hefði ferðast með fjölskyldunni til Íslands og ætti myndir sem hann bauð til sölu ásamt viðtali. Lokalavisen segir frá svipuðu tilboði sem hafi borist dönskum miðlum, þeirra á meðal Lokalavisen. Ekki er hægt að fullyrða á þessari stundu hvort um sama mann er að ræða og seldi Se og Hør myndirnar. Fyrirsögn greinar Se og Hør var „Vinur afhjúpar ógnvekjandi smáatriði um samband Freyju og eiginmannsins fyrrverandi“. Þar voru ýmsir hlutir hafðir eftir ónafngreindum vini fjölskyldunnar sem sagðist hafa ferðast oft með fjölskyldunni til Íslands. Fullyrti hann við Se og Hør að Freyja hefði fundið verulega óeðlilega hluti á tölvu morðingjans. Þetta hefur ekki verið staðfest í öðrum miðlum og lögreglan í Danmörku hefur ekki upplýst um einstaka þætti rannsóknarinnar á morðinu. Fjarlægðu greinina af vef blaðsins Ritstjóri Se og Hør í Danmörku segir að maðurinn sem seldi blaðinu ljósmyndina hafi, annaðhvort fyrir mistök eða viljandi, sent nokkrar rangar myndir. Neils Pinborg, aðalritstjóri Se og Hør, segir hrikalegt að hugsa til þess að karlmaður á Íslandi hafi borið kennsli á sig á myndinni en átt hafði verið við myndina þannig að andlitið var óskýrt. Hann hvetur viðkomandi til að hringja í sig til að geta komist til botns í málinu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Se og Hør en í nýrri grein á vef blaðsins viðurkennir blaðið að hafa gert mistök. Pinborg vill ekki staðfesta að maðurinn sem fullyrti ýmislegt um samband Freyju og Flemmings í blaðinu hafi einnig selt blaðinu myndirnar, sem ranglega var fullyrt að væru af morðingja Freyju. Fréttastofa hafði samband við fjölskyldumeðlimi Freyju sem vildu að svo stöddu ekki ræða málið. Morð í Malling Danmörk Fjölmiðlar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Lokalavisen segir í umfjöllun sinni að karlmaðurinn sé raunar ekkert líkur morðingjanum. Þá hafi heimildarmenn á Íslandi og fjölskyldumeðlimir mannsins, sem myndin var birt af, staðfest þetta. „Þetta er ekki gott. Þetta er faðir minn,“ segir dóttir mannsins við Lokalavisen. Fjölskyldan, sem er í áfalli vegna morðsins á Freyju, vill ekki tjá sig frekar um málið sem stendur. Dísa María Egilsdóttir, systir Freyju, segir að fjölskyldan muni leita réttar síns með lögfræðingum. Það hefur Vísir sömuleiðis fengið staðfest. Undir frétt Se og Hør, þar sem sjá mátti manninn einan á útipalli með gasgrill í bakgrunni stóð: „Hér er tvöfaldur morðingi í afmæli á Íslandi árið 2017“. Sagðist hafa ferðast með fjölskyldunni til Íslands Fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar barst á dögunum tölvupóstur frá karlmanni sem sagðist vera vel kunnugur fjölskyldu Freyju. Hann hefði ferðast með fjölskyldunni til Íslands og ætti myndir sem hann bauð til sölu ásamt viðtali. Lokalavisen segir frá svipuðu tilboði sem hafi borist dönskum miðlum, þeirra á meðal Lokalavisen. Ekki er hægt að fullyrða á þessari stundu hvort um sama mann er að ræða og seldi Se og Hør myndirnar. Fyrirsögn greinar Se og Hør var „Vinur afhjúpar ógnvekjandi smáatriði um samband Freyju og eiginmannsins fyrrverandi“. Þar voru ýmsir hlutir hafðir eftir ónafngreindum vini fjölskyldunnar sem sagðist hafa ferðast oft með fjölskyldunni til Íslands. Fullyrti hann við Se og Hør að Freyja hefði fundið verulega óeðlilega hluti á tölvu morðingjans. Þetta hefur ekki verið staðfest í öðrum miðlum og lögreglan í Danmörku hefur ekki upplýst um einstaka þætti rannsóknarinnar á morðinu. Fjarlægðu greinina af vef blaðsins Ritstjóri Se og Hør í Danmörku segir að maðurinn sem seldi blaðinu ljósmyndina hafi, annaðhvort fyrir mistök eða viljandi, sent nokkrar rangar myndir. Neils Pinborg, aðalritstjóri Se og Hør, segir hrikalegt að hugsa til þess að karlmaður á Íslandi hafi borið kennsli á sig á myndinni en átt hafði verið við myndina þannig að andlitið var óskýrt. Hann hvetur viðkomandi til að hringja í sig til að geta komist til botns í málinu. Fréttin hefur verið fjarlægð af vef Se og Hør en í nýrri grein á vef blaðsins viðurkennir blaðið að hafa gert mistök. Pinborg vill ekki staðfesta að maðurinn sem fullyrti ýmislegt um samband Freyju og Flemmings í blaðinu hafi einnig selt blaðinu myndirnar, sem ranglega var fullyrt að væru af morðingja Freyju. Fréttastofa hafði samband við fjölskyldumeðlimi Freyju sem vildu að svo stöddu ekki ræða málið.
Morð í Malling Danmörk Fjölmiðlar Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira