Virknin gegn suður-afríska afbrigðinu aðeins tíu prósent Sylvía Hall skrifar 8. febrúar 2021 21:48 Bóluefni AstraZeneca. Getty/Karwai Tang Niðurstöður rannsóknar vísindamanna á virkni bóluefnis AstraZeneca gegn suður-afríska afbrigði kórónuveirunnar benda til þess að það veiti aðeins tíu prósenta vernd gegn afbrigðinu. Það er mun minna en vonir stóðu til en upphaflega var vonast til að verndin yrði í það minnsta sextíu prósent. Tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í áðurnefndri rannsókn, sem telst heldur lítið þegar kemur að klínískum. Voru flestir þátttakenda heilbrigðir og ungir að aldri en meðalaldur þátttakenda var 31 árs. „Punktmatið er tíu prósent. Það er bersýnilega langt frá sextíu prósentum og, jafnvel þó rannsóknin væri stærri er ólíklegt að ná upp í fjörutíu eða fimmtíu prósent,“ sagði prófessorinn Shabir Madhi, sem var einn þeirra sem vann að rannsókninni í Witwatersrand-háskóla í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Stefnt er að því að þróa breytta útgáfu sem veitir betri vernd gegn afbrigðinu eftir að niðurstöðurnar urðu ljósar. Vísindamennirnir binda þó vonir við að bóluefnið virki gegn alvarlegri veikindum af völdum veirunnar, þó það virðist ekki veita ríka vernd fyrir þá sem veikjast lítillega. Niðurstöðurnar þóttu mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að nýlega var greint frá því að bóluefni Pfizer veitti ríka vernd gegn afbrigðinu. Madhi segist geta dregið ályktun um ríkari vernd gegn alvarlegri veikindum út frá bóluefni Johnson & Johnson sem er framleitt með svipaðri tækni. „Það er enn von um að AstraZeneca bóluefnið virki jafn vel og bóluefni Johnson & Johnson á öðrum aldurshópi sem er í meiri hættu á að vekjast alvarlega.“ Veiran reyni alltaf að vera á undan Fregnir dagsins voru líkt og áður sagði vonbrigði fyrir marga. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist þó enn sannfærður um ágæti þeirra bóluefna sem eru notuð í Bretlandi um þessar mundir. AstraZeneca er eitt þeirra. „Ég held að það sé mikilvægt að fólk hafi í huga að við erum sannfærð um að öll [bóluefnin] veiti mikla vernd gegn alvarlegum veikindum og dauða, sem skiptir öllu máli,“ sagði Boris. Edward Argar, embættismaður í heilbrigðisráðuneyti Bretlands, sagði mögulegt að einhverjir gætu þurft annan skammt til viðbótar af bóluefninu, mögulega árlega líkt og þekkist með flensusprautur. Það væri þó ljóst að veiran myndi alltaf reyna að vera á undan. „Við verðum bara að tryggja að við séum skrefi framar.“ Ísland hefur samið um kaup á 230.000 skömmtum frá AstraZeneca. Von er á 14.000 skömmtum alls nú í febrúar og að 74 þúsund skammtar verði komnir fyrir mánaðamót mars/apríl. Ekki er vitað að svo stöddu hvenær fólk verður bólusett með efninu frá AstraZeneca hér á landi en sóttvarnalæknir hefur gefið út að það verði gefið fólki yngra en 65 ára. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10 Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Tvö þúsund einstaklingar tóku þátt í áðurnefndri rannsókn, sem telst heldur lítið þegar kemur að klínískum. Voru flestir þátttakenda heilbrigðir og ungir að aldri en meðalaldur þátttakenda var 31 árs. „Punktmatið er tíu prósent. Það er bersýnilega langt frá sextíu prósentum og, jafnvel þó rannsóknin væri stærri er ólíklegt að ná upp í fjörutíu eða fimmtíu prósent,“ sagði prófessorinn Shabir Madhi, sem var einn þeirra sem vann að rannsókninni í Witwatersrand-háskóla í Jóhannesarborg í Suður-Afríku. Stefnt er að því að þróa breytta útgáfu sem veitir betri vernd gegn afbrigðinu eftir að niðurstöðurnar urðu ljósar. Vísindamennirnir binda þó vonir við að bóluefnið virki gegn alvarlegri veikindum af völdum veirunnar, þó það virðist ekki veita ríka vernd fyrir þá sem veikjast lítillega. Niðurstöðurnar þóttu mikil vonbrigði, sérstaklega í ljósi þess að nýlega var greint frá því að bóluefni Pfizer veitti ríka vernd gegn afbrigðinu. Madhi segist geta dregið ályktun um ríkari vernd gegn alvarlegri veikindum út frá bóluefni Johnson & Johnson sem er framleitt með svipaðri tækni. „Það er enn von um að AstraZeneca bóluefnið virki jafn vel og bóluefni Johnson & Johnson á öðrum aldurshópi sem er í meiri hættu á að vekjast alvarlega.“ Veiran reyni alltaf að vera á undan Fregnir dagsins voru líkt og áður sagði vonbrigði fyrir marga. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist þó enn sannfærður um ágæti þeirra bóluefna sem eru notuð í Bretlandi um þessar mundir. AstraZeneca er eitt þeirra. „Ég held að það sé mikilvægt að fólk hafi í huga að við erum sannfærð um að öll [bóluefnin] veiti mikla vernd gegn alvarlegum veikindum og dauða, sem skiptir öllu máli,“ sagði Boris. Edward Argar, embættismaður í heilbrigðisráðuneyti Bretlands, sagði mögulegt að einhverjir gætu þurft annan skammt til viðbótar af bóluefninu, mögulega árlega líkt og þekkist með flensusprautur. Það væri þó ljóst að veiran myndi alltaf reyna að vera á undan. „Við verðum bara að tryggja að við séum skrefi framar.“ Ísland hefur samið um kaup á 230.000 skömmtum frá AstraZeneca. Von er á 14.000 skömmtum alls nú í febrúar og að 74 þúsund skammtar verði komnir fyrir mánaðamót mars/apríl. Ekki er vitað að svo stöddu hvenær fólk verður bólusett með efninu frá AstraZeneca hér á landi en sóttvarnalæknir hefur gefið út að það verði gefið fólki yngra en 65 ára.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10 Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
AztraZeneca veiti takmarkaðri vernd gegn suður-afríska afbrigðinu Bráðabirgðaniðurstöður úr rannsókn á bóluefni AstraZeneca benda til þess að bóluefnið veiti minni vernd gegn hinu svokallaða suður-afríska afbrigði veirunnar. Yfir tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni sem verður birt á morgun. 7. febrúar 2021 08:10
Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns. 6. febrúar 2021 18:31