Innlent

Fyrsta sendingin frá AstraZeneca komin til landsins

Birgir Olgeirsson skrifar
Alls er von á 14.000 skömmtum af bóluefni AstraZeneca í febrúar. 
Alls er von á 14.000 skömmtum af bóluefni AstraZeneca í febrúar.  epa/ Dominic Lipinski

Fyrsta sending af bóluefni AstraZeneca kom til landsins fyrr í dag. 1.200 skammtar bárust af efninu í þetta skiptið sem ætti að duga fyrir 600 manns.

 Ísland hefur samið um kaup á 230.000 skömmtum frá AstraZeneca og er von á 14.000 skömmtum alls nú í febrúar og að 74 þúsund skammtar verði komnir fyrir mánaðamót mars/apríl. Ekki er vitað að svo stöddu hvenær fólk verður bólusett með efninu frá AstraZeneca hér á landi en sóttvarnalæknir hefur gefið út að það verði gefið fólki yngra en 65 ára.

Þrír mánuðir verða látnir líða á milli fyrri og seinni skammts en þannig nær bóluefnið hámarksvirkni sem er 90 prósent virkni.

Hægt verði að nota bóluefnið hjá einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma, starfsmönnum hjúkrunarheimila og fleiri aðilum sem sem eru ofarlega á forgangslista.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.