Erlent

Páfi skipar konu sem annan varaformann biskuparáðsins

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Um er að ræða nokkuð stórt skref í sögu Páfagarðs.
Um er að ræða nokkuð stórt skref í sögu Páfagarðs.

Kona mun nú í fyrsta sinn sitja í embætti varaformanns biskuparáðs kaþólsku kirkjunnar, sem er páfa til ráðgjafar. Páfagarður tilkynnti í gær að Francis páfi hefði skipað Nathalie Becquart, franska nunnu, í embættið.

Skipunin gerir Becquart að einni valdamestu konunni innan kaþólsku kirkjunnar en hún mun nú hafa tækifæri til að hafa áhrif á lykilákvarðanir innan Páfagarðs.

Formaður biskuparáðsins, Mario Grech, sagði í samtali við Vatican News að „dyrnar hefðu verið opnaðar“ fyrir þann möguleika að fleiri konur fengju atkvæðarétt innan ráðsins.

„Á síðustu biskupaþingum hefur fjöldi nefndarmanna lagt áherslu á nauðsyn þess að kirkjan öll íhugi stöðu og hlutverk kvenna innan kirkjunnar,“ sagði Grech.

Jafnvel páfinn hefði nokkrum sinnum ítrekað mikilvægi þess að konur tækju þátt í ákvarðanatöku innan kirkjunnar. Þegar hefði átt sér stað aukning í aðkomu kvenna sem sérfræðinga.

Grech sagði Becquart nú eiga möguleika á því að greiða atkvæði og framtíðin myndi leiða í ljós hvaða önnur skref yrðu tekin í átt að aukinni þátttöku kvenna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.