Íslenski boltinn

Valsarar Reykjavíkurmeistarar eftir vítaspyrnukeppni

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sanka að sér gullmedalíum
Sanka að sér gullmedalíum

Íslandsmeistarar Vals bættu við sig meistaratitli í dag þegar liðið varð Reykjavíkurmeistari eftir sigur á Fylki í vítaspyrnukeppni en leikið var í Árbænum.

Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 1-1 og var í kjölfarið farið beint í vítaspyrnukeppni.

Þar höfðu Valsarar betur og unnu leikinn 5-6.

Markahrókurinn Patrick Pedersen skoraði mark Valsmanna í leiknum í upphafi síðari hálfleiks en Orri Sveinn Stefánsson svaraði um hæl fyrir Fylkismenn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.