Höfða hópmálsókn vegna skyrs: Segja bandaríska neytendur beitta blekkingum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. febrúar 2021 12:45 Icelandic Provisions Bandaríska lögmannsfyrirtækið Sheehan & Associates hefur höfðað hópmál fyrir hönd umbjóðenda sinna gegn Icelandic Provisions vegna umbúða og markaðssetningar hinnar „hefðbundnu íslensku mjólkurvöru“ skyrs. Icelandic Provisions, sem er í eigu Mjólkursamsölunnar og fjárfesta, er sakað um að blekkja neytendur með markaðsetningu vörunnar, þar sem umbúðirnar gefi til kynna að skyrið sé framleitt á Íslandi. Í stefnunni er meðal annars vísað til þess að á skyrinu standi „Traditional Icelandic Skyr“. Þá séu umbúðirnar myndskreyttar með myndum af „íslenskri sveit“. Enn fremur sé fjallað um skyrneyslu Íslendinga í þúsund ár og að umrætt skyr sé það eina sem er fáanlegt í Bandaríkjunum sem innihaldi íslenska mjólkurgerla. Lögmannsstofan segir allt þetta gefa neytandanum til kynna að varan sé framleidd á Íslandi en hún sé raunverulega framleidd í New York. Stendur á umbúðunum að skyrið sé framleitt í New York Í stefnunni segir að neytendur séu nú reiðubúnir til að greiða meira fyrir „upprunalega“ vöru og sá eiginleiki hafi raunar yfirtekið „gæði“. Þannig sé skyrið í sama flokki og viskí frá Skotlandi, hlynsýróp frá Vermont, tómatar frá Ítalíu og súkkulaði frá Sviss. Neytendur hafi væntingar um að varan sé framleidd þar sem hún kom fyrst fram og var þróuð og jafnframt vilja til að styðja við staðbundna framleiðslu. Neytendur séu hins vegar blekktir með notkun orðsins „fáanlegt“ í stað „framleitt“ í áðurnefndu samhengi. Þá er bent á að á umbúðunum standi að skyrinu sé dreift af Icelandic Provisions í New York en það sé þróað í samstarfi við MS á Íslandi. Þess ber að geta að það kemur sannarlega fram þar fyrir neðan að skyrið sé framleitt „með stolti“ í Batavia í New York úr innlendum og innfluttum hráefnum. Málrök lögmannsstofunnar lúta þó ekki eingöngu að umbúðunum heldur er einnig vísað til þess að á heimasíðu Icelandic Provisions standi „Halló from Iceland!“ Þá hafi auglýsing fyrir vöruna verið tekin upp í Vík, þar sem íslenskir leikarar útskýra skyr fyrir bandarískum neytendum. The National Law Review er meðal þeirra miðla sem hafa greint frá málinu. Matvælaframleiðsla Bandaríkin Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira
Icelandic Provisions, sem er í eigu Mjólkursamsölunnar og fjárfesta, er sakað um að blekkja neytendur með markaðsetningu vörunnar, þar sem umbúðirnar gefi til kynna að skyrið sé framleitt á Íslandi. Í stefnunni er meðal annars vísað til þess að á skyrinu standi „Traditional Icelandic Skyr“. Þá séu umbúðirnar myndskreyttar með myndum af „íslenskri sveit“. Enn fremur sé fjallað um skyrneyslu Íslendinga í þúsund ár og að umrætt skyr sé það eina sem er fáanlegt í Bandaríkjunum sem innihaldi íslenska mjólkurgerla. Lögmannsstofan segir allt þetta gefa neytandanum til kynna að varan sé framleidd á Íslandi en hún sé raunverulega framleidd í New York. Stendur á umbúðunum að skyrið sé framleitt í New York Í stefnunni segir að neytendur séu nú reiðubúnir til að greiða meira fyrir „upprunalega“ vöru og sá eiginleiki hafi raunar yfirtekið „gæði“. Þannig sé skyrið í sama flokki og viskí frá Skotlandi, hlynsýróp frá Vermont, tómatar frá Ítalíu og súkkulaði frá Sviss. Neytendur hafi væntingar um að varan sé framleidd þar sem hún kom fyrst fram og var þróuð og jafnframt vilja til að styðja við staðbundna framleiðslu. Neytendur séu hins vegar blekktir með notkun orðsins „fáanlegt“ í stað „framleitt“ í áðurnefndu samhengi. Þá er bent á að á umbúðunum standi að skyrinu sé dreift af Icelandic Provisions í New York en það sé þróað í samstarfi við MS á Íslandi. Þess ber að geta að það kemur sannarlega fram þar fyrir neðan að skyrið sé framleitt „með stolti“ í Batavia í New York úr innlendum og innfluttum hráefnum. Málrök lögmannsstofunnar lúta þó ekki eingöngu að umbúðunum heldur er einnig vísað til þess að á heimasíðu Icelandic Provisions standi „Halló from Iceland!“ Þá hafi auglýsing fyrir vöruna verið tekin upp í Vík, þar sem íslenskir leikarar útskýra skyr fyrir bandarískum neytendum. The National Law Review er meðal þeirra miðla sem hafa greint frá málinu.
Matvælaframleiðsla Bandaríkin Mest lesið Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent Fleiri fréttir „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Sjá meira