„Nú er búið að skoða þetta nóg“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 19:00 Gert er ráð fyrir að Sundabraut tengist Sæbraut við núverandi gatnamót Holtavegar og Sæbrautar. Hægt verði að aka undir Sundabrú við gatnamótin við Skútuvog. vísir/Egill Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. Samgönguráðherra sagði í gær að niðurstöður starfsfhóps um Sundabraut væru afgerandi. Brú væri hagkvæmasti og besti kosturinn. „Og að mínu mati er ekkert því til fyrirstöðu að taka næstu skref og hefja framkvæmdir við Sundabraut,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í gær. Borgarstjóri telur niðurstöðuna ekki eins afdráttarlausa. „Ég held að það sé nú mikilvægt að halda því til haga að hópurinn telur jafnframt að göngin séu raunhæf. Þannig að ábendingar hópsins um hvað þurfi að gera næst, eins og félagsfræðileg greining og gæti náð til beggja kosta,“ segir Dagur B. Eggertsson. Í skýrslunni segir vissulega að báðar leiðir séu raunhæfar en að kostir við Sundabrú vegi þyngra. Dagur bendir á að eftir ítarlegt samráð hafi Reykjavíkurborg hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að göng væru betri kostur. Til þess að breyta því þurfi samráð við meðal annars íbúa í Laugardal, Grafarvogi og á Kjalarnesi. Skýrslan sé gott innlegg í það. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðuna sem Dagur vísar í yfir tíu ára gamla. Nýjar upplýsingar liggi fyrir. „Þessi nefnd var sett á laggirnar til þess að vera síðasta nefndin um Sundabraut. Og miðað við niðurstöðuna og hvað hún er skýr held ég að hún eigi að vera það,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds. „Mér finnst einboðið að menn fari nú bara að framkvæma. Nú er búið að skoða þetta nóg.“ Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.vísir/Vilhelm Dagur segir frekari skoðun á báðum kostum ekki til þess fallna að tefja málið. „Ég er ekki viss um að neinn sé að spara tíma með því að sleppa því að tala við fólk. Annars er hætt við því að allt ferlið tefjist. Ekki okkar vegna heldur vegna þess að fólk á rétt á því að fá svör við sínum spurningum.“ Sundabraut Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira
Samgönguráðherra sagði í gær að niðurstöður starfsfhóps um Sundabraut væru afgerandi. Brú væri hagkvæmasti og besti kosturinn. „Og að mínu mati er ekkert því til fyrirstöðu að taka næstu skref og hefja framkvæmdir við Sundabraut,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í gær. Borgarstjóri telur niðurstöðuna ekki eins afdráttarlausa. „Ég held að það sé nú mikilvægt að halda því til haga að hópurinn telur jafnframt að göngin séu raunhæf. Þannig að ábendingar hópsins um hvað þurfi að gera næst, eins og félagsfræðileg greining og gæti náð til beggja kosta,“ segir Dagur B. Eggertsson. Í skýrslunni segir vissulega að báðar leiðir séu raunhæfar en að kostir við Sundabrú vegi þyngra. Dagur bendir á að eftir ítarlegt samráð hafi Reykjavíkurborg hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að göng væru betri kostur. Til þess að breyta því þurfi samráð við meðal annars íbúa í Laugardal, Grafarvogi og á Kjalarnesi. Skýrslan sé gott innlegg í það. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðuna sem Dagur vísar í yfir tíu ára gamla. Nýjar upplýsingar liggi fyrir. „Þessi nefnd var sett á laggirnar til þess að vera síðasta nefndin um Sundabraut. Og miðað við niðurstöðuna og hvað hún er skýr held ég að hún eigi að vera það,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds. „Mér finnst einboðið að menn fari nú bara að framkvæma. Nú er búið að skoða þetta nóg.“ Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.vísir/Vilhelm Dagur segir frekari skoðun á báðum kostum ekki til þess fallna að tefja málið. „Ég er ekki viss um að neinn sé að spara tíma með því að sleppa því að tala við fólk. Annars er hætt við því að allt ferlið tefjist. Ekki okkar vegna heldur vegna þess að fólk á rétt á því að fá svör við sínum spurningum.“
Sundabraut Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Fleiri fréttir Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Sjá meira