„Nú er búið að skoða þetta nóg“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 19:00 Gert er ráð fyrir að Sundabraut tengist Sæbraut við núverandi gatnamót Holtavegar og Sæbrautar. Hægt verði að aka undir Sundabrú við gatnamótin við Skútuvog. vísir/Egill Borgarstjóri segir að göng fyrir Sundabraut séu enn raunhæfur kostur en samgönguráðherra sló þann kost nánast út af borðinu í gær. Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík telur að málið hafi verið skoðað nógu vel, nú þurfi að framkvæma. Samgönguráðherra sagði í gær að niðurstöður starfsfhóps um Sundabraut væru afgerandi. Brú væri hagkvæmasti og besti kosturinn. „Og að mínu mati er ekkert því til fyrirstöðu að taka næstu skref og hefja framkvæmdir við Sundabraut,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í gær. Borgarstjóri telur niðurstöðuna ekki eins afdráttarlausa. „Ég held að það sé nú mikilvægt að halda því til haga að hópurinn telur jafnframt að göngin séu raunhæf. Þannig að ábendingar hópsins um hvað þurfi að gera næst, eins og félagsfræðileg greining og gæti náð til beggja kosta,“ segir Dagur B. Eggertsson. Í skýrslunni segir vissulega að báðar leiðir séu raunhæfar en að kostir við Sundabrú vegi þyngra. Dagur bendir á að eftir ítarlegt samráð hafi Reykjavíkurborg hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að göng væru betri kostur. Til þess að breyta því þurfi samráð við meðal annars íbúa í Laugardal, Grafarvogi og á Kjalarnesi. Skýrslan sé gott innlegg í það. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðuna sem Dagur vísar í yfir tíu ára gamla. Nýjar upplýsingar liggi fyrir. „Þessi nefnd var sett á laggirnar til þess að vera síðasta nefndin um Sundabraut. Og miðað við niðurstöðuna og hvað hún er skýr held ég að hún eigi að vera það,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds. „Mér finnst einboðið að menn fari nú bara að framkvæma. Nú er búið að skoða þetta nóg.“ Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.vísir/Vilhelm Dagur segir frekari skoðun á báðum kostum ekki til þess fallna að tefja málið. „Ég er ekki viss um að neinn sé að spara tíma með því að sleppa því að tala við fólk. Annars er hætt við því að allt ferlið tefjist. Ekki okkar vegna heldur vegna þess að fólk á rétt á því að fá svör við sínum spurningum.“ Sundabraut Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Sjá meira
Samgönguráðherra sagði í gær að niðurstöður starfsfhóps um Sundabraut væru afgerandi. Brú væri hagkvæmasti og besti kosturinn. „Og að mínu mati er ekkert því til fyrirstöðu að taka næstu skref og hefja framkvæmdir við Sundabraut,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson í gær. Borgarstjóri telur niðurstöðuna ekki eins afdráttarlausa. „Ég held að það sé nú mikilvægt að halda því til haga að hópurinn telur jafnframt að göngin séu raunhæf. Þannig að ábendingar hópsins um hvað þurfi að gera næst, eins og félagsfræðileg greining og gæti náð til beggja kosta,“ segir Dagur B. Eggertsson. Í skýrslunni segir vissulega að báðar leiðir séu raunhæfar en að kostir við Sundabrú vegi þyngra. Dagur bendir á að eftir ítarlegt samráð hafi Reykjavíkurborg hafi áður komist að þeirri niðurstöðu að göng væru betri kostur. Til þess að breyta því þurfi samráð við meðal annars íbúa í Laugardal, Grafarvogi og á Kjalarnesi. Skýrslan sé gott innlegg í það. Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöðuna sem Dagur vísar í yfir tíu ára gamla. Nýjar upplýsingar liggi fyrir. „Þessi nefnd var sett á laggirnar til þess að vera síðasta nefndin um Sundabraut. Og miðað við niðurstöðuna og hvað hún er skýr held ég að hún eigi að vera það,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds. „Mér finnst einboðið að menn fari nú bara að framkvæma. Nú er búið að skoða þetta nóg.“ Eyþór Arnalds Laxdal, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.vísir/Vilhelm Dagur segir frekari skoðun á báðum kostum ekki til þess fallna að tefja málið. „Ég er ekki viss um að neinn sé að spara tíma með því að sleppa því að tala við fólk. Annars er hætt við því að allt ferlið tefjist. Ekki okkar vegna heldur vegna þess að fólk á rétt á því að fá svör við sínum spurningum.“
Sundabraut Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Sjá meira