Gjaldtaka fyrirhuguð á Sundabrú Heimir Már Pétursson skrifar 3. febrúar 2021 19:21 Samgönguráðherra leggur til að ráðist verði í lagningu Sundabrautar með brú frá Holtagörðum yfir í Gufunes. Heildarkostnaður yrði sextíu og níu milljarðar króna og mun hagkvæmari en lagning jarðgangna á þessari leið. Starfshópur á vegum Sigurðar Inga Jóhannesonar samgönguráðherra hefur skilað skýrslu um mat á brú annars vegar og jarðgöngum hins vegar í tengslum við lagninu Sundabrautar. Niðurstaðan er sú að Sundabraut með brú yrði fjórtán milljörðum ódýrari en með göngum. Heildarkostnaður við verkið yrði 69 milljarðar í stað áttatíu og þriggja. Borgin og ríkið hafa tekist á um það í áratugi hvar Sundabraut eigi að liggja. Verði sú leið farin sem nú er lagt til mun Sundabrú liggja í beinni línu frá Holtavegi yfir á Gufunes og stór hluti brúarinnar verður á stólpum á landi. samgönguráðuneytið Brúin lægi í boga frá Holtavegi að Gufunesi þar sem hæst yrðu 30 metrar frá haffleti að brúargólfi þannig að minni flutningaskip gætu siglt undir brúna að athafnasvæði Samskipa. Tvær akreinar í hvora átt með göngu- og hjólastígum. Hér sést niður eftir Holtavegi að athafnasvæði Samskipa en brú yfir Kleppsvík myndi liggja beint frá Holtavegi yfir í Gufunes.Stöð 2/Sigurjón Sundabraut er hluti af samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfðuðborgarsvæðinu. Fulltrúar þeirra, ráðuneytisins Vegagerðarinnar og Faxaflóahafna áttu sæti í starfshópnum sem nú hefur skilað niðurstöðum. Sigurður Ingi Jóhannesson samgönguráðherra telur að sátt verði um Sundabraut með brú milli Holtagarða og Gufuness.Stöð 2/Sigurjón „Niðurstaða mín eftir að hafa séð þessa skýrslu er að vera sammála starfshópnum. Um að þessi valkostur sé mjög góður fyrir samgöngur og samgöngubætur hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigurður Ingi. Nýr þjóðvegur yrði lagður frá brúarenda í Gufunesi, með brúm í Leirvogi og Kollafirði upp á Kjalarnes. Ráðherra segir að hægt sé að hefja skipulags og hönnunarvinnu bráðlega þannig að framkvæmdir gætu hafist eftir um fjögur ár með verklokum á bilinu 2029 eða þrjátíu. Samgönguráðherra segir bráðlega hægt að hefja hönnun og undirbúning að lagningu Sundabrautar, sem hafi verið á aðalskipulagi Reykjavíkur allt frá árinu 1975.Stöð 2/Sigurjón Sundabraut er eitt þeirra verkefna sem Alþingi samþykkti að yrði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila. Þýðir það að það verður gjaldtaka á þessari leið? „Já þegar framkvæmdum myndi ljúka verður galdtaka.“ Hvað myndi sú gjaldtaka standa í mörg ár? „Það þyrfti að koma í ljós við fýsileikakönnun. Gæti reyndar einnig skýrst við félags-hagfræðilega könnun sem gerð verður líka á næstu mánuðum,“ segir Sigurður Ingi. Fram kom á fréttamannafundi ráðherrans í dag að töluverð röskun yrði ástarfsemi Samskipa og fleiri aðila við Holtagarða á framkvæmdatímanum. Þá þyrfti að framlengja hafnargarð lengra til vesturs á athafnasvæði Samskipa fyrir stærri skip félagins sem ekki kæmust undir brúna. Samgöngur Reykjavík Sundabraut Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegtollar Tengdar fréttir Sundabraut verður Sundabrú, lengsta brú á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins gerir ráð fyrir því að Sundabrú verði tilbúin árið 2029 eða 2030. Mat sérfræðihóps sem Vegagerðin fór fyrir komst að þeirri niðurstöðu að brú væri töluvert betri kostur en jarðgöng sem einnig voru á teikniborðinu. Sigurður Ingi kynnti niðurstöðurnar á kynningarfundi á öðrum tímanum í dag. 3. febrúar 2021 13:47 Bein útsending: Ráðherra kynnir valkosti um legu Sundabrautar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun í dag kynna niðurstöður starfshóps á vegum Vegagerðarinnar, sem var falið að meta tvo valkosti um legu Sundabrautar. 3. febrúar 2021 13:20 Þörf á mun meiri inniviðafjárfestingum opinberra aðila en áætlað er Formaður Samtaka iðnaðarins segir þörf á mun meiri fjárfestingum í innviðum landsins en áætlanir opinberra aðila upp á 139 milljaðar kveða á um á þessu ári. Í kreppunni nú vegna kórónuveirufaraldurins sé rétti tíminn til að gefa verulega í. 27. janúar 2021 19:21 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Starfshópur á vegum Sigurðar Inga Jóhannesonar samgönguráðherra hefur skilað skýrslu um mat á brú annars vegar og jarðgöngum hins vegar í tengslum við lagninu Sundabrautar. Niðurstaðan er sú að Sundabraut með brú yrði fjórtán milljörðum ódýrari en með göngum. Heildarkostnaður við verkið yrði 69 milljarðar í stað áttatíu og þriggja. Borgin og ríkið hafa tekist á um það í áratugi hvar Sundabraut eigi að liggja. Verði sú leið farin sem nú er lagt til mun Sundabrú liggja í beinni línu frá Holtavegi yfir á Gufunes og stór hluti brúarinnar verður á stólpum á landi. samgönguráðuneytið Brúin lægi í boga frá Holtavegi að Gufunesi þar sem hæst yrðu 30 metrar frá haffleti að brúargólfi þannig að minni flutningaskip gætu siglt undir brúna að athafnasvæði Samskipa. Tvær akreinar í hvora átt með göngu- og hjólastígum. Hér sést niður eftir Holtavegi að athafnasvæði Samskipa en brú yfir Kleppsvík myndi liggja beint frá Holtavegi yfir í Gufunes.Stöð 2/Sigurjón Sundabraut er hluti af samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfðuðborgarsvæðinu. Fulltrúar þeirra, ráðuneytisins Vegagerðarinnar og Faxaflóahafna áttu sæti í starfshópnum sem nú hefur skilað niðurstöðum. Sigurður Ingi Jóhannesson samgönguráðherra telur að sátt verði um Sundabraut með brú milli Holtagarða og Gufuness.Stöð 2/Sigurjón „Niðurstaða mín eftir að hafa séð þessa skýrslu er að vera sammála starfshópnum. Um að þessi valkostur sé mjög góður fyrir samgöngur og samgöngubætur hér á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Sigurður Ingi. Nýr þjóðvegur yrði lagður frá brúarenda í Gufunesi, með brúm í Leirvogi og Kollafirði upp á Kjalarnes. Ráðherra segir að hægt sé að hefja skipulags og hönnunarvinnu bráðlega þannig að framkvæmdir gætu hafist eftir um fjögur ár með verklokum á bilinu 2029 eða þrjátíu. Samgönguráðherra segir bráðlega hægt að hefja hönnun og undirbúning að lagningu Sundabrautar, sem hafi verið á aðalskipulagi Reykjavíkur allt frá árinu 1975.Stöð 2/Sigurjón Sundabraut er eitt þeirra verkefna sem Alþingi samþykkti að yrði samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila. Þýðir það að það verður gjaldtaka á þessari leið? „Já þegar framkvæmdum myndi ljúka verður galdtaka.“ Hvað myndi sú gjaldtaka standa í mörg ár? „Það þyrfti að koma í ljós við fýsileikakönnun. Gæti reyndar einnig skýrst við félags-hagfræðilega könnun sem gerð verður líka á næstu mánuðum,“ segir Sigurður Ingi. Fram kom á fréttamannafundi ráðherrans í dag að töluverð röskun yrði ástarfsemi Samskipa og fleiri aðila við Holtagarða á framkvæmdatímanum. Þá þyrfti að framlengja hafnargarð lengra til vesturs á athafnasvæði Samskipa fyrir stærri skip félagins sem ekki kæmust undir brúna.
Samgöngur Reykjavík Sundabraut Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vegtollar Tengdar fréttir Sundabraut verður Sundabrú, lengsta brú á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins gerir ráð fyrir því að Sundabrú verði tilbúin árið 2029 eða 2030. Mat sérfræðihóps sem Vegagerðin fór fyrir komst að þeirri niðurstöðu að brú væri töluvert betri kostur en jarðgöng sem einnig voru á teikniborðinu. Sigurður Ingi kynnti niðurstöðurnar á kynningarfundi á öðrum tímanum í dag. 3. febrúar 2021 13:47 Bein útsending: Ráðherra kynnir valkosti um legu Sundabrautar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun í dag kynna niðurstöður starfshóps á vegum Vegagerðarinnar, sem var falið að meta tvo valkosti um legu Sundabrautar. 3. febrúar 2021 13:20 Þörf á mun meiri inniviðafjárfestingum opinberra aðila en áætlað er Formaður Samtaka iðnaðarins segir þörf á mun meiri fjárfestingum í innviðum landsins en áætlanir opinberra aðila upp á 139 milljaðar kveða á um á þessu ári. Í kreppunni nú vegna kórónuveirufaraldurins sé rétti tíminn til að gefa verulega í. 27. janúar 2021 19:21 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Sundabraut verður Sundabrú, lengsta brú á Íslandi Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins gerir ráð fyrir því að Sundabrú verði tilbúin árið 2029 eða 2030. Mat sérfræðihóps sem Vegagerðin fór fyrir komst að þeirri niðurstöðu að brú væri töluvert betri kostur en jarðgöng sem einnig voru á teikniborðinu. Sigurður Ingi kynnti niðurstöðurnar á kynningarfundi á öðrum tímanum í dag. 3. febrúar 2021 13:47
Bein útsending: Ráðherra kynnir valkosti um legu Sundabrautar Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, mun í dag kynna niðurstöður starfshóps á vegum Vegagerðarinnar, sem var falið að meta tvo valkosti um legu Sundabrautar. 3. febrúar 2021 13:20
Þörf á mun meiri inniviðafjárfestingum opinberra aðila en áætlað er Formaður Samtaka iðnaðarins segir þörf á mun meiri fjárfestingum í innviðum landsins en áætlanir opinberra aðila upp á 139 milljaðar kveða á um á þessu ári. Í kreppunni nú vegna kórónuveirufaraldurins sé rétti tíminn til að gefa verulega í. 27. janúar 2021 19:21