Bednarek átti ekki góðan leik í gær og þá er vægt til orða tekið. Pólski varnarmaðurinn skoraði sjálfsmark, fékk á sig vítaspyrnu og var rekinn út af.
Fyrir það fékk hann mínus sjö stig í Fantasy. Einn spilari gerði Bednarek að þreföldum fyrirliða og fyrir vikið þrefölduðust mínus stigin hans og urðu 21.
Minutes played - 85 (2)
— Fantasy Premier League (@OfficialFPL) February 2, 2021
Goals conceded - 9 (-4)
Own goals - 1 (-2)
Red cards - 1 (-3)
Spare a thought for Jan Bednarek owners, he finished #MUNSOU on -7!
And to the one manager who Triple Captained him, we, erm, have some bad news for you... #FPL pic.twitter.com/WqHBFqXe2G
Bednarek fékk tvö stig fyrir að spila 85 mínútur í leiknum en fjögur mínus stig fyrir mörkin níu sem Southampton fékk á sig, þrjú mínus stig fyrir rauða spjaldið og tvö mínus stig fyrir sjálfsmarkið.
Bednarek var ekki eini leikmaður Southampton sem fékk reisupassann í leiknum í gær. Hinn nítján ára Alex Jankewitz fékk rautt spjald fyrir brot á Scott McTominay eftir aðeins 79 sekúndur.
Eftir það var róður Dýrlinganna afar erfiður. United sýndi þeim enga miskunn og raðaði inn mörkum. Á endanum urðu þau níu.
Þetta er í annað sinn á einu og hálfu ári sem Southampton tapar 9-0. Liðið tapaði með sömu markatölu fyrir Leicester City 25. október 2019. Bednarek spilaði þá allan leikinn.