Erlent

Grunaður um tilraun til manndráps eftir óeirðir í Helsingborg

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Einn hefur verið handtekinn vegna óeirðanna og gruns um skotárás í Helsingborg í gærkvöldi.
Einn hefur verið handtekinn vegna óeirðanna og gruns um skotárás í Helsingborg í gærkvöldi. Vísir/Getty

Lögreglan í Helsingborg í Svíþjóð hefur handtekið mann um fimmtugt sem grunaður er um tilraun til manndráps eftir óeirðir og árás í borginni í gærkvöldi.

Í frétt sænska ríkisútvarpsins segir að lögreglunni hafi borist nokkrar tilkynningar vegna óeirða og mögulegrar skotárásar á Västra Sandgatan á níunda tímanum.

Að minnsta fimm menn á fertugsaldri fóru slasaðir á sjúkrahús; tveir voru fluttir þangað en þrír fóru á spítalann sjálfir. Allir eru þeir með stungusár eða skurði.

Þá leikur grunur á að einn þeirra sé með skotsár en það hefur ekki verið staðfest. Einhverjir eru alvarlega slasaðir en aðrir minna. Enginn mannanna er þó í lífshættu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.