Enski boltinn

Frá Preston til Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Davies er kominn til Bítlaborgarinnar.
Davies er kominn til Bítlaborgarinnar. Dave Howarth/Getty

Varnarmaðurinn Ben Davies er kominn til Liverpool frá Preston North End en hann hefur skrifað undir langan samning við félagið.

Þessi 25 ára varnarmaður á að hjálpa Liverpool í barátunni; bæði í Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni.

Í viðtali við heimasíðu félagsins sagðist hann stoltur af því að vera kominn á samning hjá ensku meisturunum.

Davies verður númer 28 hjá Preston en hann er uppalinn hjá félaginu og hefur leikið þar alla sína hund og katta tíð.

Þrátt fyrir að vera einungis 25 ára hefur hann leikið 135 leiki fyrir aðallið félagsins en liðið er í ellefta sæti B-deildarinnar.

Ensku meistararnir hafa verið í alls kyns vandræðum með varnarmenn sína á þessari leiktíð.

Hver varnarmaðurinn á fætur öðrum hefur verið að meiðast en nú á meiðslalistanum eru þeir Virgil van Dijk, Joel Matip og Joe Gomez. Fabinho hefur einnig leyst af í miðverði en hann er einnig meiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×