Íslenski boltinn

Hendrickx orðinn leikmaður KA

Sindri Sverrisson skrifar
Jonathan Hendrickx í KA-treyjunni sem hann mun spila í í sumar.
Jonathan Hendrickx í KA-treyjunni sem hann mun spila í í sumar. mynd/KA

Belgíski bakvörðurinn Jonathan Hendrickx, sem leikið hefur með FH og Breiðabliki hér á landi, er á leið aftur til Íslands og mun spila með KA á komandi leiktíð.

Hendrickx er 27 ára gamall og kemur til KA frá Lommel í Belgíu. Hann hefur spilað 78 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað í þeim tvö mörk.

Hendrickx lék síðast á Íslandi með Breiðabliki fyrri hluta tímabilsins 2019 en var einnig hjá Blikum sumarið 2018. Áður hafði hann tekið þátt í fjórum tímabilum með FH.

Á vef KA segir að Hendrickx sé væntanlegur til landsins í vikunni ásamt félaga sínum Sebastiaan Brebels sem einnig samdi við KA á dögunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.