Erlent

Æðsti leiðtogi ISIS í Írak drepinn

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Íraski herinn, Peshmerga sveitir Kúrda og vesturveldin berjast gegn ISIS í Írak.
Íraski herinn, Peshmerga sveitir Kúrda og vesturveldin berjast gegn ISIS í Írak. Vísir/AFP

Æðsti leiðtogi hryðjuverkasamtakanna ISIS í Írak, Jabbar Salman Ali Farhan al-Issawi, var drepinn í borginni Kirkuk í norður-hluta Íraks.

Leiðtoginn er sagður hafa verið drepinn á miðvikudaginn til að koma í veg fyrir frekari árásir hryðjuverkasamtakanna en auk þess var um hefndaraðgerð að ræða vegna sprengjuárásar sem varð í Bagdad í síðustu viku. New York times greinir frá.

Hryðjuverkasamtökin sögðust bera ábyrgð á árás sem varð í Bagdad í vikunni þar sem tveir menn sprengdu sjálfa sig í loft upp. Að minnsta kosti 32 létu lífið í árásinni og á annað hundrað særðist. Árásin var sú mannskæðasta í Bagdad í um þrjú ár.

Sjálfsvígssprenguárásum hefur fækkað mikið í Bagdad síðustu ár eftir að vopnaðar sveitir ISIS voru brotnar á bak aftur í lok árs 2017. ISIS réð um tíma yfir um 88 þúsund ferkílómetra svæði í heimshlutanum sem náði meðal annars yfir austurhluta Íraks og vesturhluta Sýrlands.

Sameinuðu þjóðirnar áætluðu í ágúst síðastliðinn að enn væru um 10 þúsund ISIS-liðar enn virkir í bæði Írak og Sýrlandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.