Innlent

Tveir verið handteknir í kjölfar skotárásarinnar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Bíll Dags B. Eggertssonar er í vörslu lögreglu.
Bíll Dags B. Eggertssonar er í vörslu lögreglu. Vísir/Sigurjón

Tveir karlmenn hafa verið handteknir í tengslum við skotárásina á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Sá fyrri var handtekinn um miðja viku en á heimili hans fannst töluvert magn skotvopna, líkt og fréttastofa greindi frá í dag. Sá síðari er á fimmtugsaldri og var handtekinn í gær.

Samkvæmt heimildum fréttastofu verður farið fram á gæsluvarðhald yfir honum í dag.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tjáir sig ekki um málið og vísar í tilkynningu sem send var til fjölmiðla í dag þar sem segir að málið sé litið alvarlegum augum.

Stjórnmálaflokkarnir hafa lýst þungum áhyggjum af stöðunni og munu funda með ríkislögreglustjóra á þriðjudag.


Tengdar fréttir

Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð

„Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur.

Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra

Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.