Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. janúar 2021 12:00 Tveimur skotum var skotið í bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Bíllinn er í vörslu lögreglu á meðan málið er til rannsóknar. Vísir/Sigurjón Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. Þetta herma heimildir fréttastofu en manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum, en hann hefur réttarstöðu grunaðs í málinu. Á heimili hans fannst nokkuð magn af skotvopnum, meðal annars tveir 22 kalíbera rifflar, en talið er að slíku vopni hafi verið beitt á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra síðasta laugardag og á skrifstofur Samfylkingarinnar í síðustu viku. Þá herma heimildir enn fremur að maðurinn hafi lengi haft horn í síðu Samfylkingarinnar. Skotárásir á skrifstofur stjórnmálaflokka virðast ekki nýjar af nálinni en fréttastofa hefur fengið upplýsingar um að skotið hafi verið í fjórgang á skrifstofur Sjálfstæðisflokksins í Valhöll á undanförnum tveimur árum. Ekki er vitað hvort þessi mál tengist. Málin eru litin alvarlegum augum og í gær ákvað forsætisnefnd Reykjavíkurborgar að grípa til hertra öryggisráðstafana til að tryggja öryggi kjörinna fulltrúa. Að auki tóku allir átta stjórnmálaflokkar á þingi sig saman og sendu sameiginlegt bréf til ríkislögreglustjóra þar sem óskað var eftir fundi til þess að fara yfir öryggismál. Farið er fram á að gerðar verði öryggisúttektir á skrifstofum allra flokka með tillögum til úrbóta, að komið verði fyrir öryggishnappi á skrifstofunum og að húsnæði flokkanna verði bætt í reglubundna vöktun lögreglunnar. Fundurinn er fyrirhugaður á þriðjudag, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra. Uppfært: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem fram kemur að viðkomandi sé í haldi . Tilkynninguna má sjá hér fyrir neðan: Karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skemmdum sem voru unnar á bifreið borgarstjóra og húsnæði Samfylkingarinnar á dögunum. Málið er litið mjög alvarlegum augum og hefur rannsókn þess verið í algjörum forgangi hjá embættinu. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Lögreglumál Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05 Samfélagið hafi því miður viðurkennt hatursorðræðu í garð stjórnmálamanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmdi skotárás sem nýlega var gerð á heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í ræðu sinni á rafrænum flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hófst í dag. Þá gerði hún góðan árangur Íslands í baráttunni við kórónuveiruna að umtalsefni. 29. janúar 2021 19:57 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu en manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum, en hann hefur réttarstöðu grunaðs í málinu. Á heimili hans fannst nokkuð magn af skotvopnum, meðal annars tveir 22 kalíbera rifflar, en talið er að slíku vopni hafi verið beitt á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra síðasta laugardag og á skrifstofur Samfylkingarinnar í síðustu viku. Þá herma heimildir enn fremur að maðurinn hafi lengi haft horn í síðu Samfylkingarinnar. Skotárásir á skrifstofur stjórnmálaflokka virðast ekki nýjar af nálinni en fréttastofa hefur fengið upplýsingar um að skotið hafi verið í fjórgang á skrifstofur Sjálfstæðisflokksins í Valhöll á undanförnum tveimur árum. Ekki er vitað hvort þessi mál tengist. Málin eru litin alvarlegum augum og í gær ákvað forsætisnefnd Reykjavíkurborgar að grípa til hertra öryggisráðstafana til að tryggja öryggi kjörinna fulltrúa. Að auki tóku allir átta stjórnmálaflokkar á þingi sig saman og sendu sameiginlegt bréf til ríkislögreglustjóra þar sem óskað var eftir fundi til þess að fara yfir öryggismál. Farið er fram á að gerðar verði öryggisúttektir á skrifstofum allra flokka með tillögum til úrbóta, að komið verði fyrir öryggishnappi á skrifstofunum og að húsnæði flokkanna verði bætt í reglubundna vöktun lögreglunnar. Fundurinn er fyrirhugaður á þriðjudag, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra. Uppfært: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem fram kemur að viðkomandi sé í haldi . Tilkynninguna má sjá hér fyrir neðan: Karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skemmdum sem voru unnar á bifreið borgarstjóra og húsnæði Samfylkingarinnar á dögunum. Málið er litið mjög alvarlegum augum og hefur rannsókn þess verið í algjörum forgangi hjá embættinu. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Lögreglumál Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05 Samfélagið hafi því miður viðurkennt hatursorðræðu í garð stjórnmálamanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmdi skotárás sem nýlega var gerð á heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í ræðu sinni á rafrænum flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hófst í dag. Þá gerði hún góðan árangur Íslands í baráttunni við kórónuveiruna að umtalsefni. 29. janúar 2021 19:57 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16
Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05
Samfélagið hafi því miður viðurkennt hatursorðræðu í garð stjórnmálamanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmdi skotárás sem nýlega var gerð á heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í ræðu sinni á rafrænum flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hófst í dag. Þá gerði hún góðan árangur Íslands í baráttunni við kórónuveiruna að umtalsefni. 29. janúar 2021 19:57