Einn handtekinn með tvo riffla í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. janúar 2021 12:00 Tveimur skotum var skotið í bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Bíllinn er í vörslu lögreglu á meðan málið er til rannsóknar. Vísir/Sigurjón Einn hefur verið handtekinn í tengslum við skotárásina á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. Töluvert magn af skotvopnum var haldlagt á heimili hans, þar af tveir rifflar. Þetta herma heimildir fréttastofu en manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum, en hann hefur réttarstöðu grunaðs í málinu. Á heimili hans fannst nokkuð magn af skotvopnum, meðal annars tveir 22 kalíbera rifflar, en talið er að slíku vopni hafi verið beitt á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra síðasta laugardag og á skrifstofur Samfylkingarinnar í síðustu viku. Þá herma heimildir enn fremur að maðurinn hafi lengi haft horn í síðu Samfylkingarinnar. Skotárásir á skrifstofur stjórnmálaflokka virðast ekki nýjar af nálinni en fréttastofa hefur fengið upplýsingar um að skotið hafi verið í fjórgang á skrifstofur Sjálfstæðisflokksins í Valhöll á undanförnum tveimur árum. Ekki er vitað hvort þessi mál tengist. Málin eru litin alvarlegum augum og í gær ákvað forsætisnefnd Reykjavíkurborgar að grípa til hertra öryggisráðstafana til að tryggja öryggi kjörinna fulltrúa. Að auki tóku allir átta stjórnmálaflokkar á þingi sig saman og sendu sameiginlegt bréf til ríkislögreglustjóra þar sem óskað var eftir fundi til þess að fara yfir öryggismál. Farið er fram á að gerðar verði öryggisúttektir á skrifstofum allra flokka með tillögum til úrbóta, að komið verði fyrir öryggishnappi á skrifstofunum og að húsnæði flokkanna verði bætt í reglubundna vöktun lögreglunnar. Fundurinn er fyrirhugaður á þriðjudag, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra. Uppfært: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem fram kemur að viðkomandi sé í haldi . Tilkynninguna má sjá hér fyrir neðan: Karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skemmdum sem voru unnar á bifreið borgarstjóra og húsnæði Samfylkingarinnar á dögunum. Málið er litið mjög alvarlegum augum og hefur rannsókn þess verið í algjörum forgangi hjá embættinu. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Lögreglumál Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05 Samfélagið hafi því miður viðurkennt hatursorðræðu í garð stjórnmálamanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmdi skotárás sem nýlega var gerð á heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í ræðu sinni á rafrænum flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hófst í dag. Þá gerði hún góðan árangur Íslands í baráttunni við kórónuveiruna að umtalsefni. 29. janúar 2021 19:57 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Þetta herma heimildir fréttastofu en manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum, en hann hefur réttarstöðu grunaðs í málinu. Á heimili hans fannst nokkuð magn af skotvopnum, meðal annars tveir 22 kalíbera rifflar, en talið er að slíku vopni hafi verið beitt á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra síðasta laugardag og á skrifstofur Samfylkingarinnar í síðustu viku. Þá herma heimildir enn fremur að maðurinn hafi lengi haft horn í síðu Samfylkingarinnar. Skotárásir á skrifstofur stjórnmálaflokka virðast ekki nýjar af nálinni en fréttastofa hefur fengið upplýsingar um að skotið hafi verið í fjórgang á skrifstofur Sjálfstæðisflokksins í Valhöll á undanförnum tveimur árum. Ekki er vitað hvort þessi mál tengist. Málin eru litin alvarlegum augum og í gær ákvað forsætisnefnd Reykjavíkurborgar að grípa til hertra öryggisráðstafana til að tryggja öryggi kjörinna fulltrúa. Að auki tóku allir átta stjórnmálaflokkar á þingi sig saman og sendu sameiginlegt bréf til ríkislögreglustjóra þar sem óskað var eftir fundi til þess að fara yfir öryggismál. Farið er fram á að gerðar verði öryggisúttektir á skrifstofum allra flokka með tillögum til úrbóta, að komið verði fyrir öryggishnappi á skrifstofunum og að húsnæði flokkanna verði bætt í reglubundna vöktun lögreglunnar. Fundurinn er fyrirhugaður á þriðjudag, samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkislögreglustjóra. Uppfært: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem fram kemur að viðkomandi sé í haldi . Tilkynninguna má sjá hér fyrir neðan: Karlmaður á fimmtugsaldri er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skemmdum sem voru unnar á bifreið borgarstjóra og húsnæði Samfylkingarinnar á dögunum. Málið er litið mjög alvarlegum augum og hefur rannsókn þess verið í algjörum forgangi hjá embættinu. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Lögreglumál Reykjavík Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16 Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05 Samfélagið hafi því miður viðurkennt hatursorðræðu í garð stjórnmálamanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmdi skotárás sem nýlega var gerð á heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í ræðu sinni á rafrænum flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hófst í dag. Þá gerði hún góðan árangur Íslands í baráttunni við kórónuveiruna að umtalsefni. 29. janúar 2021 19:57 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
Óhugnanlegt hvað árásirnar hafa vakið lítil viðbrögð „Við tölum um íslensk stjórnmál sem ónýt og um stjórnmálamenn sem gjörspillt illmenni og þetta endar bara í ofbeldi. Það svo stutt þarna á milli. Það er ofboðslega sorglegt að við skulum vera að missa samfélagið í þessa átt. Af því að þetta var ekki svona,“ segir Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. 29. janúar 2021 14:16
Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05
Samfélagið hafi því miður viðurkennt hatursorðræðu í garð stjórnmálamanna Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fordæmdi skotárás sem nýlega var gerð á heimili Dags B. Eggertssonar borgarstjóra í ræðu sinni á rafrænum flokksráðsfundi Vinstri grænna sem hófst í dag. Þá gerði hún góðan árangur Íslands í baráttunni við kórónuveiruna að umtalsefni. 29. janúar 2021 19:57