ESB hættir við umdeilda ákvörðun um bóluefnisútflutning Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2021 23:07 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, ræðir við Arlene Foster, fyrsta ráðherra Norður-Írlands. Þau lýstu bæði yfir áhyggjum af ákvörðun ESB í kvöld. Vísir/getty Evrópusambandið er hætt við að virkja ákvæði í Brexit-samningnum, sem ætlað var að hamla útflutningi bóluefnis gegn kórónuveirunni frá ríkjum sambandsins til Norður-Írlands. Ákvörðunin, sem tengist deilum ESB við bóluefnaframleiðandann AstraZeneca, var fordæmd í Bretlandi og víðar. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virkjaði í kvöld nýjar reglur sem veita sambandinu heimild til að banna útflutning á bóluefni frá ríkjum sambandsins, ef viðkomandi lyfjafyrirtæki hefur ekki staðið við samninga við sambandið - líkt og ESB sakar AstraZeneca um að hafa gert. ESB segir um að ræða „tímabundið fyrirkomulag“ en ekki útflutningsbann. Um hundrað ríki eru á undanþágulista frá heimildinni, þar á meðal Ísland og hin EFTA-ríkin. Þessi ákvörðun ESB stendur enn. ESB gaf það hins vegar einnig út í dag að það hygðist virkja ákvæði í Brexit-samningnum sem snýr að útflutningi ESB til Norður-Írlands. Með því vildi sambandið koma í veg fyrir að Norður-Írlandi yrði eins konar „bakdyr“ fyrir innflutning bóluefnis frá Evrópu til Bretlands. Bresk stjórnvöld lýstu yfir miklum áhyggjum vegna málsins í kvöld. Þá lýsti Arlene Foster, fyrsti ráðherra Norður-Írlands, ákvörðuninni sem „ótrúlegum fjandskap“ af hálfu ESB. Evrópusambandið tilkynnti þó að endingu í kvöld að það hefði hætt við að virkja ákvæðið. Skella skuldinni hvort á annað Evrópusambandið og AstraZeneca hafa staðið í deilum undanfarna daga eftir að fyrirtækið tilkynnti að það gæti ekki staðið við afhendingaráætlun sína á fyrsta ársfjórðungi. Bólusetning í Evrópu mun tefjast vegna þessa. AstraZeneca hefur skellt skuldinni á ESB og sagt sambandið hafa verið of svifaseint að semja um kaup á bóluefni. Þannig skrifuðu Bretar undir samning við AstraZeneca þremur mánuðum á undan ESB. ESB telur hins vegar að AstraZeneca beri að afhenda löndum sambandsins alla skammta sem samið var um. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB sagði til að mynda á Twitter í dag, um leið og hún tilkynnti að bóluefnið hefði fengið markaðsleyfi í Evrópu, að hún byggist við því að allir fjögur hundruð milljón skammtarnir frá AstraZeneca yrðu afhentir. We have just authorised the @AstraZeneca vaccine on the EU market following a positive assessment by @EMA_News I expect the company to deliver the 400 million doses as agreed. We will keep on doing all we can to secure vaccines for Europeans, our neighbours & partners worldwide— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) January 29, 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun veitti rétt í þessu bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Bóluefnið er það þriðja sem fær markaðsleyfi hér á landi en bólusetning er þegar hafin með bóluefnum Pfizer og Moderna. 29. janúar 2021 19:20 Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi í Evrópu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nú síðdegis skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Dreifing á bóluefninu í álfuni mun því geta hafist von bráðar. 29. janúar 2021 18:54 ESB og AstraZeneca lofa að leysa deilu sína um bóluefni eftir krísufund Evrópusambandið (ESB) og bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa heitið því að leysa deilu sínu um bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19. 28. janúar 2021 07:04 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins virkjaði í kvöld nýjar reglur sem veita sambandinu heimild til að banna útflutning á bóluefni frá ríkjum sambandsins, ef viðkomandi lyfjafyrirtæki hefur ekki staðið við samninga við sambandið - líkt og ESB sakar AstraZeneca um að hafa gert. ESB segir um að ræða „tímabundið fyrirkomulag“ en ekki útflutningsbann. Um hundrað ríki eru á undanþágulista frá heimildinni, þar á meðal Ísland og hin EFTA-ríkin. Þessi ákvörðun ESB stendur enn. ESB gaf það hins vegar einnig út í dag að það hygðist virkja ákvæði í Brexit-samningnum sem snýr að útflutningi ESB til Norður-Írlands. Með því vildi sambandið koma í veg fyrir að Norður-Írlandi yrði eins konar „bakdyr“ fyrir innflutning bóluefnis frá Evrópu til Bretlands. Bresk stjórnvöld lýstu yfir miklum áhyggjum vegna málsins í kvöld. Þá lýsti Arlene Foster, fyrsti ráðherra Norður-Írlands, ákvörðuninni sem „ótrúlegum fjandskap“ af hálfu ESB. Evrópusambandið tilkynnti þó að endingu í kvöld að það hefði hætt við að virkja ákvæðið. Skella skuldinni hvort á annað Evrópusambandið og AstraZeneca hafa staðið í deilum undanfarna daga eftir að fyrirtækið tilkynnti að það gæti ekki staðið við afhendingaráætlun sína á fyrsta ársfjórðungi. Bólusetning í Evrópu mun tefjast vegna þessa. AstraZeneca hefur skellt skuldinni á ESB og sagt sambandið hafa verið of svifaseint að semja um kaup á bóluefni. Þannig skrifuðu Bretar undir samning við AstraZeneca þremur mánuðum á undan ESB. ESB telur hins vegar að AstraZeneca beri að afhenda löndum sambandsins alla skammta sem samið var um. Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB sagði til að mynda á Twitter í dag, um leið og hún tilkynnti að bóluefnið hefði fengið markaðsleyfi í Evrópu, að hún byggist við því að allir fjögur hundruð milljón skammtarnir frá AstraZeneca yrðu afhentir. We have just authorised the @AstraZeneca vaccine on the EU market following a positive assessment by @EMA_News I expect the company to deliver the 400 million doses as agreed. We will keep on doing all we can to secure vaccines for Europeans, our neighbours & partners worldwide— Ursula von der Leyen (@vonderleyen) January 29, 2021
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Evrópusambandið Tengdar fréttir Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun veitti rétt í þessu bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Bóluefnið er það þriðja sem fær markaðsleyfi hér á landi en bólusetning er þegar hafin með bóluefnum Pfizer og Moderna. 29. janúar 2021 19:20 Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi í Evrópu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nú síðdegis skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Dreifing á bóluefninu í álfuni mun því geta hafist von bráðar. 29. janúar 2021 18:54 ESB og AstraZeneca lofa að leysa deilu sína um bóluefni eftir krísufund Evrópusambandið (ESB) og bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa heitið því að leysa deilu sínu um bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19. 28. janúar 2021 07:04 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi á Íslandi Lyfjastofnun veitti rétt í þessu bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni skilyrt íslenskt markaðsleyfi. Bóluefnið er það þriðja sem fær markaðsleyfi hér á landi en bólusetning er þegar hafin með bóluefnum Pfizer og Moderna. 29. janúar 2021 19:20
Bóluefni AstraZeneca komið með markaðsleyfi í Evrópu Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti nú síðdegis skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni lyfjafyrirtækisins AstraZeneca gegn Covid-19 í Evrópu. Dreifing á bóluefninu í álfuni mun því geta hafist von bráðar. 29. janúar 2021 18:54
ESB og AstraZeneca lofa að leysa deilu sína um bóluefni eftir krísufund Evrópusambandið (ESB) og bresk-sænska lyfjafyrirtækið AstraZeneca hafa heitið því að leysa deilu sínu um bóluefni AstraZeneca og Oxford-háskóla gegn Covid-19. 28. janúar 2021 07:04